Ferill 354. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 449  —  354. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um skuldaskilasamninga.

Frá Haraldi Benediktssyni.


     1.      Hvað voru í kjölfar bankahrunsins gerðir margir skuldaskilasamningar á milli aðila í landbúnaði og fjármálafyrirtækja þar sem hluti skulda var settur á rekstrarlán en hluti á svokallað biðlán til þriggja ára eða styttri tíma?
     2.      Hver er heildarupphæð þessara samninga og hve stór hluti skuldanna er á slíku biðláni?
     3.      Hvernig verður farið með biðlánin? Verða þau innheimt að fullu eða afskrifuð í heild eða að hluta?


Skriflegt svar óskast.