Ferill 193. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 461  —  193. mál.




Svar


innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Birgi Ármannssyni
um ráðningar starfsmanna innanríkisráðuneytisins.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvaða aðstoðarmenn, ráðgjafar eða starfsmenn í sérverkefnum, í fullu starfi eða hlutastarfi, voru ráðnir til starfa í innanríkisráðuneytinu, eða þeim ráðuneytum sem áður fóru með verkefni þess, frá 1. febrúar 2009 til 31. maí 2013 án þess að störfin væru auglýst? Óskað er eftir upplýsingum um nöfn starfsmanna, verkefni sem þeir voru ráðnir til að sinna og lengd ráðningartíma.


    Umbeðnar upplýsingar koma fram í eftirfarandi töflu.
                   
Ráðningar hjá samgönguráðuneytinu 2009–2010.
Upphaf Nafn Staða Ástæða Lengd tímabils
2010 Halla Gunnarsdóttir Aðstoðarmaður ráðherra Í samræmi við 22. gr. stjórnarráðslaga Út kjörtímabilið
2010 Karitas Bergsdóttir Fulltrúi Kom inn í gegnum vinnumálastofun í veikindaleyfi starfsmanns sem hætti svo störfum sökum aldurs í framhaldinu. Enn í starfi
2010 Þorsteinn Rúnar Hermannsson Verkfræðingur Var ráðinn inn í í samræmi við 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingu á lausum störfum. Ráðinn inn til eins árs í fæðingarorlofi starfsmanns í sérhæft verkefni í samgönguáætlun. Ráðningin var síðar framlengt um ár til viðbótar. 2 ár
Ráðningar hjá innanríkisráðuneytinu 2011 – 31. maí 2013.
Upphaf Nafn Staða Ástæða Lengd tímabils
2011 Kristín Havsteen Erludóttir Afleysing Var ráðin í samræmi við 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingu á lausum störfum. Kom í gegnum Vinnumálastofnun í afleysingar vegna sumarleyfa, framlengt vegna álags 3 mánuðir
2011 Árný Guðrún Ólafsdóttir Afleysing Var ráðin í samræmi við 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingu á lausum störfum. Kom í gegnum Vinnumálastofnun í afleysingar vegna sumarleyfa, framlengt vegna álags 2 ár
2011 Steinunn Valdís Óskarsdóttir Sérfræðingur Var ráðin í samræmi við 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingu á lausum störfum, vegna námsleyfis starfsmanns. 12 mánuðir
2011 Inga Þórey Óskarsdóttir Lögfræðingur Var ráðin í samræmi við 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingu á lausum störfum, vegna leyfis starfsmanns. 6 mánuðir
2011 Þóra Kristín Ásgeirsdóttir Sérfræðingur Var ráðin í samræmi við 2. gr. reglna nr. 464/1996 um auglýsingu á lausum störfum. Tímabundið verkefni í stefnumótun í almannavörnum. 2,5 mánuðir
2011 Pétur U. Fenger Sérfræðingur Var ráðin í samræmi við 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingu á lausum störfum, í leyfi starfsmanns 8 mánuðir
2011 Helga Sigurðardóttir Ritari Var ráðin í samræmi við 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingu á lausum störfum, í leyfi starfsmanns 12 mánuðir
2011 Sóley Sverrisdóttir Skjalavörður Var ráðin í samræmi við 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingu á lausum störfum, í fæðingarorlofi starfsmanns 12 mánuðir
2011 Einar Árnason Aðstoðarmaður ráðherra Í samræmi við 22. gr. stjórnarráðslaga Út kjörtímabilið
2012 Jón Geir Jónatansson Bílstjóri Var ráðinn í samræmi við 21. gr. stjórnsýslulaga, nr. 115/2011. Flutningur verkefna starfsmannsins frá rekstrarfélagi til ráðuneytisins
2013 Vilhjálmur Hilmarsson Sérfræðingur Var ráðinn í samræmi við 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingu á lausum störfum, til að sinna félagsfræðilegum greiningum almenningssamgangna í tengslum við samgöngustefnu. Upphaflega ráðinn til tveggja mánaða. Verkefni framlengt. 4 mánuðir
2013 Margrét Kristín Pálsdóttir Sérfræðingur Var ráðin í samræmi við 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingu á lausum störfum, í afleysingar fyrir starfsmann vegna Guðmundar- og Geirfinnsmáls 2 mánuðir
2013 Páll Heiðar Halldórsson Lögfræðingur Var ráðinn í samræmi við 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingu á lausum störfum, í fæðingarorlofi starfsmanns. 17 mánuðir
2013 Katrín Þórðardóttir Lögfræðingur Var ráðin til að sinna átaksverkefni í hælismálum 4 mán. í 50% starfi
2013 Erna Kristín Blöndal Lögfræðingur Var ráðin í átaksverkefni í hælismálum 4 mán. í 50% starfi
2013 Valgerður Guðmundsdóttir Lögfræðingur Var ráðin í átaksverkefni í hælismálum. Upphaflega ráðin til fjögurra mánaða, átaksverkefni framlengt af hálfu ríkisstjórnar og ráðning fylgdi þeirri framlengingu Enn í starfi
2013 Arndís Soffía Sigurðardóttir Lögfræðingur Var ráðin í samræmi við 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingu á lausum störfum, flutningur verkefnis til ráðuneytis (peningaþvætti), upphaflega ráðin til tveggja mánaða. Ákvörðun um fastráðningu, eftir að starf var auglýst, dróst og því var hún í þrjá mánuði. 3 mán. í 50% starfi