Ferill 264. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 561  —  264. mál.




Svar


innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Elsu Láru Arnardóttur
um Strandaveg nr. 643.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Mun ráðherra hafa samráð við íbúa Árneshrepps um endurbætur á Strandavegi nr. 643 (Veiðileysuháls)? Ef svo er, hvenær mun það samráð fara fram?

    Samkvæmt tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2013– 2016 eru fjárveitingar til Strandavegar á árunum 2015 og 2016, en þar er miðað við kaflann um Bjarnarfjarðarháls. Vonast er til að unnt verði að hefja framkvæmdir við Veiðileysuháls í framhaldi af því. Þar hefur einkum verið rætt um að hafa veginn á svipuðum stað og í dag, eða fara út fyrir svonefndan Kamb. Lega vegarins hefur þegar verið rædd töluvert við fulltrúa sveitarfélagsins og hefur tillaga Vegagerðarinnar m.a. verið sett inn á aðalskipulag svæðisins.
    Nánara samráð verður tekið upp þegar hilla fer undir framkvæmdina samkvæmt samgönguáætlun.