Ferill 334. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 792  —  334. mál.
Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Páli Val Björnssyni
um verkefnið Nám er vinnandi vegur.


     1.      Hver er staða verkefnisins Nám er vinnandi vegur? Stendur til að halda því áfram? Ef svo er, í hvaða mynd?
    Í fjárlögum fyrir árið 2012 voru veittar 1.790 millj. kr. til menntunarátaksins Nám er vinnandi vegur, NVV. Verkefnið var hluti af vinnumarkaðsaðgerðum sem ríkisstjórnin samþykkti 19. apríl 2011. Framlagið skiptist á þann veg að 800 millj. kr. voru ætlaðar í kennslukostnað við námstækifæri allt að 1.000 atvinnuleitenda, 440 millj. kr. til að tryggja nemendum undir 25 ára aldri skólavist í framhaldsskólum að uppfylltum tilteknum skilyrðum, 40 millj. kr. til að gera skila á milli framhaldsskóla og framhaldsfræðslu sveigjanlegri, 60 millj. kr. til að auka framboð á raunfærnimati og náms- og starfsráðgjöf innan framhaldsfræðslunnar, 300 millj. kr. í þróunarsjóð til eflingar starfstengdu námi og 150 millj. kr. í vinnustaðanámssjóð sem ætlað var að mæta kostnaði vegna starfsnáms á vinnustöðum. Fjárveitingarnar voru tímabundnar, ýmist til tveggja eða þriggja ára. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2015 er lagt til að þessar fjárveitingar falli niður og ekki gert ráð fyrir halda verkefninu áfram. Gerðir voru samningar við Háskólann á Bifröst og Reykjavíkurborg um átaksverkefni í Norðvesturkjördæmi og í Breiðholti. Verið er að ljúka þessum átaksverkefnum og ýmsum verkþáttum sem úthlutað hefur verið til. Áætlað er að öllum þáttum átaksins Nám er vinnandi vegur verði lokið um mitt ár 2015.

     2.      Var þeim skólastofnunum sem gefinn var kostur á að senda inn hugmyndir varðandi verkefnið haustið 2013 svarað? Ef ekki, hvers vegna?
    Ráðuneyti auglýsti 8. maí 2013 eftir umsóknum um styrki til að efla starfsmenntun samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar um átakið Nám er vinnandi vegur. Umsóknarfrestur var til 1. júní 2013. Lögð var áhersla á fjögur verkefni á þessu sviði. Eitt þeirra var „Samstarfsverkefni aðila úr atvinnulífi, háskóla/skólum, framhaldsskóla/skólum og e.t.v. framhaldsfræðslu þegar við á til þess að þróa, koma á laggirnar og tilraunakenna námsbraut á 4. þrepi, með opnum leiðum til áframhaldandi náms á háskólastigi.“
    Fjórar umsóknir bárust um þetta verkefni. Eftir ítarlega umfjöllun taldi stýrihópur verkefnisins að ekki væri grundvöllur til að styrkja verkefnin og var því öllum umsóknunum hafnað. Í bréfi dagsettu 20. janúar 2014 var a.m.k. einum umsækjenda kynnt þessi niðurstaða. Hafi aðrir umsækjendur ekki fengið skriflega tilkynningu þar um eru það mistök.

     3.      Hverjir fengu úthlutað því fjármagni sem ætlað er í þennan lið í fjárlögum fyrir árið 2014?
    Í fjárlögum ársins 2014 er fjárveitingum vegna átaksins skipt niður á fjögur viðföng, þ.e. 40 millj. kr. á 02-319 1.41 Framkvæmd nýrrar skólastefnu, 230,3 millj. kr. á 02-320 1.01 Nám á framhaldsstigi vegna aðstæðna á vinnumarkaði, 29,3 millj. kr. á 02-451 1.11 Framhaldsfræðsla, almennt og 150 millj. kr. á 02-519 1.10 Vinnustaðanámssjóður.
    Eftirfarandi töflur sýna millifærslur og greiðslur af viðkomandi viðföngum.

Af 02-320 1.01 Nám á framhaldsstigi vegna aðstæðna á vinnumarkaði.
Millifærslur fjárheimilda af fjárlagaliðnum:
Fært á háskóla (HÍ, HA og HR) vegna NVV-uppgjörs
39.875.000
Fært á 319-190 vegna samnings um Myndlistaskólann í Reykjavík
45.000.000
Fært á 518-110 vegna samninga við Bifröst og Reykjavíkurborg
70.000.000
Greiðslur:
Fisktækniskóli Íslands, samkvæmt samningi. Uppgjör haust 2013 5.000.000
Fisktækniskóli Íslands, samkvæmt samningi. Vorönn 2014
15.000.000
Myndlistaskólinn í Reykjavík, samkvæmt samningi. MMK11110006, vorönn 2014 16.000.000

Af 02-451 1.11 Framhaldsfræðsla, almennt.
Millifært á framhaldsskólana vegna náms- og starfsráðgjafa á vorönn 2014
23.550.000
Millifært á Kvíabryggju vegna náms- og starfsráðgjafa á vorönn 2014
750.000

Af 02-519 1.10 Vinnustaðanámssjóður.
    Í töflunni hér á eftir getur annars vegar að líta yfirlit yfir greiðslur til sveitarfélaga og stofnana sem annast starfsþjálfun nemenda í heilbrigðis- og umönnunargreinum. Hins vegar eru greiðslur til IÐUNNAR – fræðsluseturs og Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins sem annast útborgun styrkja til fyrirtækja í löggiltum iðngreinum sem bjóða nemendum upp á vinnustaðanám. Ekki er um endanlegt yfirlit yfir úthlutanir ársins að ræða, aðeins það sem ráðuneytið hafði greitt af þessum fjárlagalið 1. desember 2014,

Greiðslur:
IÐAN – fræðslusetur, umsýsluþóknun janúar – júní 2014
9.459.840
Styrkir:
AE starfsendurhæfing
36.000
Ás styrktarfélag
240.000
Borgarholtsskóli
60.000
Félag eldri borgara í Hafnarfirði
24.000
Félags- og tómstundamiðstöðin Gufunesi
120.000
Fljótsdalshérað
192.000
Fríðuhús
120.000
Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins
3.294.960
Grund, elli- og hjúkrunarheimili
324.000
Handverkstæðið Ásgarður
36.000
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
72.000
Holtaskóli
72.000
Hrafnista, Kópavogi
132.000
Hrafnista, Hafnarfirði
252.000
Hrafnista, Reykjavík
180.000
IÐAN – fræðslusetur ehf.
101.778.000
Landspítali
6.240.000
Ljósið
24.000
Mörk, hjúkrunarheimili
468.000
Reykjavíkurborg
351.000
Samhjálp
120.000
Skálatúnsheimilið
24.000