Ferill 407. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 931  —  407. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Elsu Láru Arnardóttur
um kostnað við magabandsaðgerðir.


    Fyrirspurnin hjóðar svo:
    Stendur til að Sjúkratryggingar Íslands greiði kostnað við magabandsaðgerðir?

    Offita er vaxandi vandamál í fjölda landa og er Ísland þar engin undantekning. Mikilvægt er að mæta þessum vanda á breiðum grunni, þannig að jafnt sé unnið að fyrirbyggjandi lýðheilsuaðgerðum og meðferð þeirra sem stríða við alvarlega offitu. Offitumeðferð hefur staðið fólki til boða á nokkrum heilbrigðisstofnunum og skurðaðgerðir á Landspítala, þegar þær hafa verið taldar nauðsynlegar. Í framhaldi af aðgerðunum hefur eftirmeðferð síðan staðið til boða.
    Ein tegund skurðaðgerða við alvarlegri offitu er svokölluð magabandsaðgerð og hafa einkaaðilar framkvæmt þær á Íslandi í nokkrum mæli án aðkomu hins opinbera. Sjúkratryggingar Íslands hafa ekki tekið þátt í kostnaði við þær aðgerðir. Velferðarráðuneytið mun í samráði við Sjúkratryggingar Íslands skoða hvort ástæða sé til að taka þátt í greiðslu kostnaðar við þessar aðgerðir í skilgreindum, alvarlegum tilvikum og meta þá aðkomu með tilliti til árangurs og kostnaðar.