Ferill 546. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 934  —  546. mál.




Fyrirspurn


til innanríkisráðherra um brottvísanir erlendra ríkisborgara.

Frá Helga Hrafni Gunnarssyni.


     1.      Hve margir erlendir ríkisborgarar, sem hafa dvalið hér á landi á grundvelli almennrar heimildar skv. 1. mgr. 8. gr. laga um útlendinga, nr. 96/2002, höfðu á árunum 2012– 2014 dvalið lengur en heimilt er samkvæmt ákvæðinu, þ.e. svo lengi sem vegabréfsáritun sagði til um eða í þrjá mánuði?
     2.      Í hve mörgum af þessum tilvikum hóf Útlendingastofnun undirbúning máls um brottvísun einstaklinga, annars vegar skv. a-lið 1. mgr. 20. gr. laga um útlendinga og hins vegar skv. b-lið sama ákvæðis, sbr. 22. gr. laganna?
     3.      Í hve mörgum tilvikum óskaði Útlendingastofnun eftir því að lögregla grennslaðist fyrir um viðkomandi einstaklinga og afhenti þeim tilkynningu um upphaf máls sem leitt gæti til brottvísunar?
     4.      Í hve mörgum tilvikum voru viðkomandi einstaklingar handteknir og vistaðir í fangageymslu eða sviptir ferðafrelsi á annan sambærilegan hátt, eingöngu í þeim tilgangi að birta þeim tilkynningar um upphaf slíks máls án þess að ákvörðun hafi verið tekin um brottvísun þeirra?
    Óskað er eftir að í svarinu komi fram ríkisfang og kynþáttur viðkomandi einstaklinga.


Skriflegt svar óskast.