Ferill 570. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 987  —  570. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um brot á banni við áfengisauglýsingum.

Frá Ögmundi Jónassyni.


     1.      Hversu margar ábendingar eða kærur hafa borist lögreglu, sýslumannsembættum, fjölmiðlanefnd og ríkissaksóknara sl. 10 ár vegna brots á banni við áfengisauglýsingum skv. 20. gr. áfengislaga, nr. 75/1998? Svar óskast sundurliðað eftir embættum/nefnd.
     2.      Hversu mörg mál af þessu tagi hafa viðkomandi embætti rannsakað að eigin frumkvæði á framangreindu tímabili?
     3.      Hversu margar kærur vegna brots á 20. gr. áfengislaga hafa verið gefnar út sl. 6 ár og hverjar eru lyktir þeirra?


Skriflegt svar óskast.