Ferill 594. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1034  —  594. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um innheimtan gistináttaskatt.

Frá Kristjáni L. Möller.


     1.      Hversu mikill gistináttaskattur hefur verið innheimtur frá því að innheimta hans hófst, sundurliðað eftir uppgjörstímabilum og árum?
     2.      Hvernig skiptist skatturinn eftir sveitarfélögum og kjördæmum eftir árum?


Skriflegt svar óskast.