Ferill 356. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1040  —  356. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt, lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, lögum um fjársýsluskatt, tollalögum, lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. og lögum um búnaðargjald, með síðari breytingum (samræming og einföldun).

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar
(FSigurj, LínS, WÞÞ, VilB, UBK, GStein, PHB).


1.      Við c-lið 3. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Skjölunarskylda gildir ekki um viðskipti milli tengdra lögaðila þegar allir aðilar eru heimilisfastir hér á landi.
2.      Við bætist nýr kafli, VIII. kafli, Breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, með einni grein, 20. gr., svohljóðandi:
                      Eftirfarandi breytingar verða á viðauka við lögin:
                  a.      Í stað hlutfallstölunnar „7%“ í 1. málsl. kemur: 11%.
                  b.      Í stað „0301.1000–0301.9990“ í a-lið kemur: 0301.1100–0301.9990.
                  c.      Í stað „og 0401.3009“ í a-lið kemur: 0401.4009 og 0401.5009.
                  d.      Tollskrárnúmerið 0511.9119 í b-lið fellur brott.
                  e.      Í stað tollskrárnúmeranna 1001.1001, 1001.9001, 1002.0001, 1003.0001, 1004.0001, 1007.0001 og 1008.2001 í c-lið kemur: 1001.1910, 1001.9910, 1002.9010, 1003. 9010, 1004.9010, 1007.9010, 1008.2910.
                  f.      Á eftir tollskrárnúmerinu 1008.3001 í c-lið koma þrjú ný tollskrárnúmer, svohljóðandi: 1008.4010, 1008.5010, 1008.6010.
                  g.      Í stað tollskrárnúmersins 1008.9001 í c-lið kemur: 1008.9010.
                  h.      Í stað tollskrárnúmersins 1102.9021 í c-lið kemur: 1102.9091.
                  i.      Á eftir tollskrárnúmerinu 1104.3001 í c-lið koma þrjú ný tollskrárnúmer, svohljóðandi: 1105.2001, 1106.2001, 1108.1301.
                  j.      Tollskrárnúmerið 1301.1000 í c-lið fellur brott.
                  k.      Í stað tollskrárnúmersins 1301.9000 í c-lið kemur: 1301.9009.
                  l.      Tollskrárnúmerið 1302.1400 í c-lið fellur brott.
                  m.      Í stað tollskrárnúmeranna 1501.0011, 1501.0021, 1502.0011 og 1502.0021 í d-lið koma átta ný tollskrárnúmer, svohljóðandi: 1501.1011, 1501.2011, 1501.2021, 1501.9011, 1501.9021, 1502.1010, 1502.9010, 1502.9030.
                  n.      Tollskrárnúmerið 2836.1001 í g-lið fellur brott.
                  o.      Á eftir tollskrárnúmerinu 2836.9902 í g-lið kemur nýtt tollskrárnúmer, svohljóðandi: 2905.4910.
                  p.      Á eftir tollskrárnúmerinu 2922.4201 í g-lið kemur nýtt tollskrárnúmer, svohljóðandi: 2924.2960.
                  q.      Á eftir tollskrárnúmerinu 2925.1101 í g-lið koma fjögur ný tollskrárnúmer, svohljóðandi: 2932.1910, 2934.9910, 2938.9010, 2940.0010.
3.      20. gr. orðist svo:
                      Ákvæði 1.–3. gr., 6.–8. gr., 14.–18. gr. og a-liðar 20. gr. öðlast þegar gildi.
                      Ákvæði 4.–5. og 9.–12. gr. öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við álagningu 2016 og á staðgreiðsluárinu 2015 eftir því sem við á.
                      Ákvæði 13. gr. og b–q-liðar 20. gr. öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda fyrsta dag næsta mánaðar eftir gildistöku ákvæðanna.
                      Ákvæði 19. gr. öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda við álagningu 2016 vegna mismunar á fyrirframgreiðslu 2015 og álagningu 2016.
4.      Í stað orðanna „og lögum um búnaðargjald“ í fyrirsögn frumvarpsins komi: lögum um búnaðargjald og lögum um virðisaukaskatt.