Ferill 624. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1079  —  624. mál.




Fyrirspurn



til félags- og húsnæðismálaráðherra um búsetuskerðingar.

Frá Steinunni Þóru Árnadóttur.


     1.      Er á vegum ráðherra starfandi nefnd eða starfshópur sem hefur það hlutverk að skoða stöðu lífeyrisþega innan íslenska almannatryggingakerfisins sem búsettir eru á Íslandi en fá skertar greiðslur vegna þess að þeir hafa verið búsettir erlendis? Ef svo er ekki, hefur ráðherra hug á að stofna slíka nefnd eða starfshóp?
     2.      Veitir íslenska ríkið einstaklingum sem fá búsetuskertar greiðslur aðstoð við að sækja greiðslur úr almannatryggingakerfi í fyrra búsetulandi?
     3.      Hyggst ráðherra endurskoða 3. mgr. 15. gr. reglugerðar nr. 1052/2009 þar sem kveðið er á um hlutfallsútreikning sérstakrar framfærsluuppbótar vegna búsetu erlendis svo tryggja megi lágmarksframfærslu allra lífeyrisþega?