Ferill 493. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1097  —  493. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá
Steingrími J. Sigfússyni um launatengd gjöld.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hver hefur heildarupphæð tryggingagjalds verið og hlutdeild hvers eftirtalinna þátta gjaldsins um sig í prósentustigum og fjárhæðum á verðlagi núgildandi fjárlaga ár hvert frá og með 2000 til og með 2015:
              a.      atvinnutryggingagjalds,
              b.      greiðslna í Ábyrgðasjóð launa,
              c.      greiðslna í Fæðingarorlofssjóð,
              d.      almenns tryggingagjalds,
              e.      markaðsgjalds?
     2.      Hver var sjóðsstaða Atvinnuleysistryggingasjóðs, Ábyrgðasjóðs launa og Fæðingarorlofssjóðs í árslok hvers árs á framangreindu tímabili á verðlagi núgildandi fjárlaga og hver er áætluð staða þessara sjóða í lok þessa árs?


    Í töflu 1 hér á eftir er yfirlit yfir prósentustig tryggingagjalds og annarra gjalda sem lögð eru á gjaldstofn til greiðslu tryggingagjalds á árunum 2000–2015 og áætlun fyrir árið 2016 samkvæmt gildandi lögum.
    Í töflu 2 hér á eftir er yfirlit yfir heildartekjur af tryggingagjaldi og öðrum gjöldum sem lögð eru á gjaldstofn til greiðslu tryggingagjalds og hlutdeild rétthafa í tekjunum á árunum 2000–2015 ásamt áætlun fyrir árið 2016 á áætluðu verðlagi 2015.
    Í töflu 3 og á mynd er sýnt til frekari upplýsingar hvernig fjármögnun lífeyris- og slysatrygginga með hlutdeild í almennu tryggingagjaldi hefur þróast á þessu sama tímabili.
    Í töflu 4 er yfirlit yfir handbært fé og eiginfjárstöðu Atvinnuleysistryggingasjóðs, Ábyrgðasjóðs launa og Fæðingarorlofssjóðs í árslok á áætluðu verðlagi 2015. .

Tafla 1. Þróun tryggingagjalds og annarra gjalda sem lögð eru á gjaldstofn til greiðslu tryggingagjalds á árunum 2000–2016.

2000 1 2000 2 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 3 2009 4 2010 2011 2012 2013 2014 2015 5 2015 6 2016 7
1 Atvinnutryggingagjald 1,15% 0,80% 0,80% 0,80% 0,80% 0,80% 0,65% 0,65% 0,65% 0,65% 0,65% 2,21% 3,81% 3,81% 2,45% 2,05% 1,45% 1,35% 1,35% 1,35%
2     Almennt tryggingagjald 3,99% 4,34% 4,34% 4,34% 4,84% 4,84% 4,99% 4,99% 4,54% 4,54% 4,54% 4,54% 4,54% 4,54% 4,99% 5,29% 6,04% 6,04% 6,04% 5,90%
Vinnueftirlit ríkisins 0,08% 0,08% 0,08% 0,08% 0,08% 0,08%
Staðlaráð 0,007% 0,007% 0,007% 0,007% 0,007% 0,007% 0,007% 0,007% 0,007% 0,007% 0,007% 0,007% 0,007% 0,007%
Icepro 0,001% 0,001% 0,001% 0,001% 0,001% 0,001% 0,001% 0,001% 0,001% 0,001%
Fæðingarorlofssjóður 0,85% 0,85% 0,85% 0,85% 0,85% 1,08% 1,08% 1,08% 1,08% 1,08% 1,08% 1,08% 1,08% 1,28% 1,28% 0,65% 0,65% 0,65% 0,65%
Jöfnun á örorkubyrði
lífeyrissjóða
0,15% 0,20% 0,25% 0,25% 0,325% 0,325% 0,325% 0,325% 0,325% 0,325% 0,26% 0,26%
Starfsendurhæfingarsjóðir 8 0,13%
Lífeyris- og slysatryggingar 3,902% 3,402% 3,402% 3,402% 3,902% 3,902% 3,902% 3,902% 3,302% 3,252% 3,203% 3,203% 3,128% 3,128% 3,385% 3,685% 5,065% 5,065% 5,13% 4,86%
3     Samtals tryggingagjald 5,14% 5,14% 5,14% 5,14% 5,64% 5,64% 5,64% 5,64% 5,19% 5,19% 5,19% 6,75% 8,35% 8,35% 7,44% 7,34% 7,49% 7,39% 7,39% 7,25%
4     Annað 0,09% 0,09% 0,09% 0,09% 0,09% 0,09% 0,09% 0,15% 0,15% 0,15% 0,15% 0,25% 0,30% 0,30% 0,35% 0,35% 0,10% 0,10% 0,10% 0,10%
Gjald í Ábyrgðasjóð launa 0,04% 0,04% 0,04% 0,04% 0,04% 0,04% 0,04% 0,10% 0,10% 0,10% 0,10% 0,20% 0,25% 0,25% 0,30% 0,30% 0,05% 0,05% 0,05% 0,05%
Markaðsgjald 0,05% 0,05% 0,05% 0,05% 0,05% 0,05% 0,05% 0,05% 0,05% 0,05% 0,05% 0,05% 0,05% 0,05% 0,05% 0,05% 0,05% 0,05% 0,05% 0,05%
5
    Samtals gjöld á tryggingagjaldsstofn 5,23% 5,23% 5,23% 5,23% 5,73% 5,73% 5,73% 5,79% 5,34% 5,34% 5,34% 7,00% 8,65% 8,65% 7,79% 7,69% 7,59% 7,49% 7,49% 7,35%
1    Fyrir gildistöku laga nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, í maí 2000.
2    Eftir gildistöku laga nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, í maí 2000.
3    Janúar til júní 2009.
4    Júlí til desember 2009.
5    Janúar til júní 2015.
6    Júlí til desember 2015.
7    Almennt tryggingagjald lækkar um 0,14 prósentustig 1. janúar 2016. Samtals gjöld á tryggingagjaldsstofn lækka við það úr 7,49% í 7,35%.
8    Samkvæmt lögum um tryggingagjald áttu starfsendurhæfingarsjóðir að fá hlutdeild í almennu tryggingagjaldi sem nam 0,13%. Gildistöku þessa fyrirkomulags var frestað á árunum 2013, 2014 og 2015 með bráðabirgðaákvæði í lögunum en að óbreyttu tekur það gildi 1. janúar 2016.

Tafla 2. Tekjur af tryggingagjaldi og öðrum gjöldum sem lögð eru á gjaldstofn til greiðslu tryggingagjalds og hlutdeild rétthafa í tekjunum á árunum 2000–2016.
Rekstrargrunnur, millj. kr. á föstu verðlagi 20151 Reikn. Reikn. Reikn. Reikn. Reikn. Reikn. Reikn. Reikn. Reikn. Reikn. Reikn. Reikn. Reikn. Reikn. Áætlun Fjárlög Áætlun
2000 2 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 3 2015 2016
1     Atvinnutryggingagjald 7.476 7.039 7.145 7.019 7.332 6.239 7.250 7.581 7.963 14.345 33.775 35.503 22.226 20.367 15.289 15.000 15.545
Atvinnuleysistryggingasjóður 7.448 6.976 7.106 6.982 7.287 6.194 7.234 7.557 7.940 14.329 33.710 35.237 22.091 20.302 15.160 14.864 15.413
Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga 28 63 39 37 45 45 16 24 22 16 65 265 135 65 129 136 132
2     Almennt tryggingagjald 34.295 37.003 37.686 42.419 46.110 50.331 55.352 55.629 51.877 44.376 42.589 41.473 48.454 52.787 63.147 66.500 67.936
Lífeyris- og slysatryggingar 29.895 29.269 29.612 34.362 37.938 39.776 42.992 41.044 35.943 30.688 30.052 28.857 33.503 37.087 53.180 56.365 56.283
Fæðingarorlofssjóður 3.957 7.247 7.575 7.559 7.666 10.466 12.269 12.765 13.380 11.066 9.590 9.746 12.011 12.737 6.796 7.157 7.484
Jöfnun á örorkubyrði lífeyrissjóða 1.725 2.455 2.550 2.885 2.807 2.942 2.962 3.171 2.978 2.780
Starfsendurhæfingarsjóðir 1.389
Aðrir rétthafar 443 487 499 498 505 89 91 95 99 72 62 63 -2 0
3     Heildartekjur af tryggingagjaldi 41.771 44.042 44.831 49.438 53.442 56.569 62.603 63.210 59.840 58.721 76.364 76.975 70.680 73.154 78.436 81.500 83.481
4     Annað 693 781 799 794 802 869 1.649 1.774 1.843 2.007 2.694 2.781 3.277 3.467 1.043 1.102 1.151
Gjald í Ábyrgðasjóð launa 313 348 357 356 361 390 1.091 1.190 1.238 1.524 2.267 2.325 2.814 2.984 523 551 576
Markaðsgjald 380 433 443 438 441 479 558 584 604 483 427 456 462 482 521 551 576
5     Heildartekjur af gjöldum á tryggingagjaldsstofn 42.464 44.823 45.630 50.232 54.244 57.438 64.252 64.984 61.682 60.728 79.057 79.757 73.957 76.621 79.480 82.602 84.632
    Hlutfall af landsframleiðslu 4 2,8% 2,8% 2,8% 3,0% 3,0% 3,1% 3,2% 3,0% 2,8% 3,0% 4,1% 4,1% 3,8% 3,9% 3,9% 3,9% 3,9%
1    Áætlað verðlag miðað við vísitölu neysluverðs.
2    Fæðingarorlofssjóður fékk hlutdeild í tekjum af tryggingagjaldi frá maí 2000 en eiginleg starfsemi og greiðslur úr sjóðnum hófust á árinu 2001.
3    Fjárlög og fjáraukalög 2014.
4    Hlutfallið er reiknað af tölum á verðlagi hvers árs. Verg landsframleiðsla 2014–2016 samkvæmt spá Hagstofu Íslands í nóvember 2014.

Tafla 3. Fjármögnun lífeyris- og slysatrygginga með tekjum af almennu tryggingagjaldi.

Reikn. Reikn. Reikn. Reikn. Reikn. Reikn. Reikn. Reikn. Reikn. Reikn. Reikn. Reikn. Reikn. Reikn. Áætlun Fjárlög Áætlun
Rekstrargrunnur, millj. kr. 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2 2015 2016
Útgjöld lífeyristrygginga 20.258 20.125 22.395 27.064 29.523 31.210 33.592 38.438 44.326 47.795 46.600 56.597 58.966 64.024 70.621 74.892 77.177
Útgjöld slysatrygginga 1 393 398 432 441 477 471 467 489 600 626 534 522 607 642 670 690 690
Hlutdeild í tekjum af almennu tryggingagjaldi 13.741 14.352 15.217 18.031 20.547 22.414 25.865 25.934 25.532 24.413 25.198 25.162 30.729 35.335 51.782 56.365 57.971
Greitt úr ríkissjóði 6.910 6.170 7.610 9.474 9.453 9.266 8.194 12.993 19.393 24.008 21.936 31.956 28.845 29.332 19.508 19.217 19.896
Fjármagnað með almennu tryggingagjaldi 66,5% 69,9% 66,7% 65,6% 68,5% 70,8% 75,9% 66,6% 56,8% 50,4% 53,5% 44,1% 51,6% 54,6% 72,6% 74,6% 74,4%
Fjármagnað með greiðslu úr ríkissjóði 33,5% 30,1% 33,3% 34,4% 31,5% 29,2% 24,1% 33,4% 43,2% 49,6% 46,5% 55,9% 48,4% 45,4% 27,4% 25,4% 25,6%
Hlutdeild almannatrygginga í tekjum af tryggingagjaldi samkvæmt lögum 3,6% 3,4% 3,4% 3,9% 3,9% 3,9% 3,9% 3,3% 3,3% 3,2% 3,1% 3,1% 3,4% 3,7% 5,1% 5,1% 4,9%
Hlutdeildarþörf almannatrygginga miðað við fulla fjármögnun 5,4% 4,9% 5,1% 6,0% 5,7% 5,5% 5,1% 5,0% 5,7% 6,4% 5,9% 7,1% 6,6% 6,7% 7,0% 6,8% 6,5%
1 Að frátöldum slysatryggingum sjómanna sem fjármagnaðar eru með iðgjaldi á laun og aflahlut.
2 Fjárlög og fjáraukalög 2014.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Tafla 4. Handbært fé og eiginfjárstaða í lok hvers árs.

Reikn. Reikn. Reikn. Reikn. Reikn. Reikn. Reikn. Reikn. Reikn. Reikn. Reikn. Reikn. Reikn. Reikn. Áætlun Áætlun
Millj. kr. á föstu verðlagi 2015 1 2000 2001 2 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 3 2015 4
Handbært fé í árslok
Atvinnuleysistryggingasjóður 162 230 166 2 2 33 34 36 44 337 523 604 335 349
Ábyrgðasjóður launa 3 0 0 0 0 0 0 0 208 125 160 207 129 71
Fæðingarorlofssjóður 0 79 56 25 0 0 0 356 542 811 970 90 25 275
Eigið fé í árslok 5
Atvinnuleysistryggingasjóður 1.430 16.844 17.708 16.163 14.406 14.428 17.224 21.282 22.030 1.959 4.821 11.522 7.937 8.749 8.684 10.683
Ábyrgðasjóður launa 34 1.779 781 -179 -958 -1.753 -1.391 -1.082 -1.112 -2.005 -1.902 -1.380 328 2.510 2.404 2.343
Fæðingarorlofssjóður 3.957 5.978 4.599 1.886 -2.119 -2.739 -1.225 -520 -111 -1.869 -2.969 -1.595 2.519 6.799 4.907 3.172
1    Áætlað verðlag miðað við vísitölu neysluverðs.
2    Hækkun eiginfjárstöðu Atvinnuleysistryggingasjóðs og Ábyrgðasjóðs launa milli 2000 og 2001 skýrist að mestu af því að 2001 voru kröfur á ríkissjóð vegna markaðra tekna í fyrsta sinn færðar í ársreikninga ríkisaðila.
3    Miðað við tekjur og gjöld í fjárlögum og fjáraukalögum 2014.
4    Miðað við tekjur og gjöld í fjárlögum 2015.
5    Greiðslur til sjóðanna ráðast af árlegri fjárþörf. Eiginfjárstaða sjóðanna felur því m.a. í sér kröfu á ríkissjóð vegna óútgreiddra markaðra tekna eða skuld vegna greiðslna til þeirra umfram tekjurnar. Staða handbærs fjár getur m.a. af þeim sökum vikið verulega frá eiginfjárstöðu.