Ferill 596. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1187  —  596. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur
um þjónustu við barnshafandi konur.


     1.      Hvaða þjónusta er veitt barnshafandi konum á heilbrigðisstofnunum? Svar óskast sundurliðað eftir heilbrigðisstofnunum og starfsstöðvum þeirra.

Með­gönguvernd.
Heilbrigisstofnun Mæðraskoðun 24 klst. ljósmóðurþjónusta Frekari skýring ef við á / annað
Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) Á öllum starfsstöðvum. Í Neskaupstað er ljósmæðraþjónusta. Þangað hringja barnshafandi konur af öðrum starfsstöðvum. Á Austurlandi er sólarhringsþjónusta ljósmæðra rekin frá umdæmissjúkrahúsinu í Neskaupstað en þaðan er veitt vaktþjónusta/símaþjónusta til allra sem þurfa á þeirri þjónustu að halda í fjórðungnum.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSu) Á öllum starfsstöðvum. Á Selfossi er ljósmæðraþjónusta allan sólarhringinn. Þangað hringja barnshafandi konur af öðrum starfsstöðvum. Á Selfossi og í Vestmannaeyjum eru D1 fæðingarstaðir samkvæmt skilgreiningu landlæknis. Allar áhættufæðingar samkvæmt skilgreiningu eru sendar á Landspítala. Á Höfn er einnig skilgreindur D1 fæðingarstaður samkvæmt skilgreiningu landlæknis. Frá hausti 2013 hefur ekki verið starfandi ljósmóðir á Höfn og því var fæðingum þar sjálfhætt.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja /HSS) Í Grindavík og Reykjanesbæ. Ljósmóðurþjónusta fyrir öll Suðurnes er veitt frá HSS Reykjanesbæ. Í Keflavík er rekin fæðingardeild með starfandi fæðingar- og kvensjúkdómalækni.
Heilsugæsla höfuð­borgar­svæðisins Á öllum heilsugæslustöðvum. Á Landspítala.
Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) Á öllum starfsstöðvum. Á Akranesi er ljósmæðraþjónusta allan sólarhringinn. Þangað hringja barnshafandi konur af öðrum starfsstöðvum. Á Akranesi er rekin fæðingardeild með starfandi fæðingar- og kvensjúkdómalæknum.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða (Hvest) Mæðraskoðun fer fram á Ísafirði og Patreksfirði. Á Ísafirði er ljósmæðraþjónusta. Þangað fara barnshafandi konur af öðrum starfsstöðvum.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Á öllum starfsstöðvum nema Hofsósi (skoðun fer fram á Sauðárkróki) og í Reykja­hlíð (skoðun fer fram á Húsavík). Læknar í umdæminu sinna þessari þjónustu en ljósmóðurvakt er alltaf til staðar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Á sjúkrahúsinu á Akureyri er fæðingardeild með starfandi fæðinga- og kvensjúkdómalæknum.

Ómskoðun*)
Heilbrigðisstofnun Býður ómskoðun Frekari skýringar
HSA Ljósmæður annast ómskoðun í Neskaupstað en læknar á Seyðisfirði og Egilsstöðum. Á Austurlandi fá konur ómskoðanir, skoðanir við 12 vikur og 20 vikur auk skoðana ef grunur vaknar um vaxtarskerðingu eða óvænt. atvik á með­göngu. Eins er framkvæmd snemmómskoðun og mat við fósturlát eða utanlegsfóstur.
HSu Ómskoðanir fara fram á Selfossi og í Vestmannaeyjum. Á Höfn er ekki boðið upp á ómskoðun. Konur fara til Reykjavíkur í ómskoðun.
HSS Ómtæki stofnunarinnar bilaði 2014 og er áætlað að nýtt tæki verði keypt á árinu 2015. Á meðan fá barnshafandi konur ómskoðun í Reykjavík.
Heilsugæsla höfuð­borgar­svæðisins Á Landspítala.
HVE Konum á starfssvæði HVE stendur til boða að koma í ómskoðun á Akranes, þar sem boðið er upp á skoðanir alla miðvikudaga.
HVest Ómskoðanir fara fram á Ísafirði en barnshafandi konur á sunnanverðum Vestfjörðum sækja þjónustuna til Reykjavíkur eða Akraness.
HSN Ómskoðanir fara fram á Húsavík, Sauðárkróki og Þórshöfn og í Fjallabyggð en einnig fara ómskoðanir fram á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
*) Vert er að hafa í huga að á sumum heilbrigðisstofnunum getur komið upp tímabundið ástand þar sem ekki er unnt að bjóða ómskoðun vegna tímabundinnar fjarveru starfsmanns sem framkvæmir ómskoðanir.

     2.      Hver er greiðsluþátttaka ríkisins vegna ferða- og gistikostnaðar ef barnshafandi konur þurfa að sækja þjónustu utan starfsstöðvar heilbrigðisstofnunar í því heilbrigðisumdæmi þar sem þær búa?

Ferðakostn­aður.
    Ákvæði um ferðakostnað eru í 30. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, með síðari breytingum. Þar segir:
    „Sjúkratryggingar taka þátt í óhjákvæmilegum ferðakostnaði með takmörkunum og eftir ákvæðum reglugerðar sem ráðherra setur fyrir sjúkratryggða sem þarfnast ítrekaðrar meðferðar hjá lækni eða í sjúkrahúsi með eða án innlagnar.
    Ráðherra er heimilt í reglugerð að ákveða frekari kostnaðarþátttöku sjúkratrygginga í ferðakostnaði en mælt er fyrir um í 1. mgr.“
    Gildandi reglugerð um ferðakostnað sjúkratryggðra og aðstandenda þeirra innan lands er nr. 871/2004.
    Tilgreind ákvæði eiga við þegar sjúklingar þurfa að leita sér aðstoðar. Barnshafandi konur eru ekki skilgreindar sem sjúklingar, þ.e. ekki er litið á með­göngu sem veikindi. Ferðakostnaðarreglurnar gilda því almennt ekki um þær. Ferðakostn­aður barnshafandi kvenna hefur engu að síður verið greiddur vegna 20 vikna sónarskoðunar.
    Komi hins vegar upp alvarleg vandamál á með­göngu er sjúkratryggingum heimilt að taka þátt í ferðakostnaði vegna ítrekaðra ferða skv. 2. mgr. 2. gr. reglugerðar um ferðakostnað.
    Sjúkratryggingar Íslands endurgreiða 2/ 3 hluta kostnaðar af fargjaldi með áætlunarferð eða sé eigin bifreið notuð 2/ 3 hluta kostnaðar, sem miðast við 33.05 kr. á hvern ekinn km. Greiðsluhluti sjúklings skal þó aldrei verða hærri en 1.500 kr. í hverri ferð. Ef hluti sjúklings fer yfir 10.000 kr. á 12 mánaða tímabili skal greiðsluhluti hans aldrei verða hærri en 500 kr. í hverri ferð það sem eftir er tímabilsins.

Gistikostn­aður.
    Ríkið tekur jafnan ekki þátt í gistikostnaði sjúkratryggðra og þar með barnshafandi kvenna, þegar þeir þurfa að sækja þjónustu utan starfsstöðvar heilbrigðisstofnunar í því heilbrigðisumdæmi þar sem þeir búa. Barnshafandi konur eiga þó rétt á að dveljast á sjúkrahótelinu að Ármúla 9 í Reykjavík þar sem sjúkratryggðir greiða 1.200 kr. á sólarhring fyrir gistingu og fæði.