Ferill 708. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1191  —  708. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um verðskerðingargjald af hrossakjöti.

Frá Össuri Skarphéðinssyni.


     1.      Hversu mikið hefur verið innheimt í verðskerðingargjald af hrossakjöti frá því að innheimta á því var hafin, skipt á ár og samtals?
     2.      Hversu stórum hluta gjaldsins hefur ár hvert verið varið til markaðsaðgerða innan lands og hversu miklum erlendis?
     3.      Hver hefur tekið ákvörðun um veitingu fjárins og í krafti hvaða laga og reglna?
     4.      Hefur einhverju fjárins verið varið í annað en beinar markaðsaðgerðir fyrir hrossakjöt?


Skriflegt svar óskast.