Ferill 712. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1195  —  712. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um bifreiðahlunnindi ríkisstarfsmanna.

Frá Brynhildi Pétursdóttur.


     1.      Hve margir starfsmenn A-hluta ríkissjóðs nutu bifreiðahlunninda sl. tvö ár og hvaða stofnanir veittu þau hlunnindi?
     2.      Ef samningar um bifreiðahlunnindi hafa verið gerðir, telur ráðherra að þeir samrýmist 2. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 1281/2014 um að einkaafnot starfsmanna af bifreiðum ríkisins séu óheimil?
     3.      Hversu margir starfsmenn B–E-hluta ríkissjóðs nutu bifreiðahlunninda sl. tvö ár? Óskað er eftir að upplýsingar séu flokkaðar eftir stofnunum og fyrirtækjum og að matsverð hlunninda komi fram.
     4.      Hversu margir aksturssamningar eru í gildi skv. 2. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 1281/ 2014? Samningar óskast flokkaðir eftir ráðuneytum A-hluta fjárlaga og stofnunum og fyrirtækjum B–E-hluta ríkissjóðs.
     5.      Hvaða reglur gilda um bifreiðahlunnindi og aksturssamninga E-hluta ríkisins?
     6.      Hversu margir starfsmenn hafa gert skriflegan aksturssamning við ríkissjóð, flokkað eftir A–E-hluta?


Skriflegt svar óskast.