Ferill 252. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 272  —  252. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um hjúkrunarheimili, dvalarkostnað o.fl.

Frá Ernu Indriðadóttur.


1.      Hversu háar upphæðir borgar fólk að meðaltali á mánuði úr eigin vasa fyrir dvöl á hjúkrunarheimili?
2.      Hverjar eru hámarksgreiðslur einstaklinga á mánuði fyrir dvöl á hjúkrunarheimili?
3.      Hversu hátt hlutfall starfsfólks á hjúkrunarheimilum er af erlendum uppruna?
4.      Hversu löng bið er að meðaltali eftir plássi á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og á landsbyggðinni hins vegar? Hversu löng er biðin að meðaltali á landinu öllu?
5.      Hversu margir 67 ára og eldri fá fulla vasapeninga frá ríkinu og hversu margir fá skerta vasapeninga?


Skriflegt svar óskast.