Ferill 280. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 309  —  280. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um undirbúning að gerð
nýs kennslu- og einkaflugvallar.

Frá Svandísi Svavarsdóttur.


     1.      Hvernig stendur undirbúningur að gerð nýs kennslu- og einkaflugvallar af hálfu Isavia og innanríkisráðuneytis, sbr. samkomulag ráðherra og borgarstjórnar Reykjavíkur frá 25. október 2013?
     2.      Hvaða starfsemi mun áformaður flugvöllur nýtast?
     3.      Hvaða staðir hafa verið teknir til athugunar sem vallarstæði?
     4.      Hvenær er gert ráð fyrir því að framkvæmdir við gerð flugvallarins hefjist?


Skriflegt svar óskast.