Ferill 348. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 426  —  348. mál.
Fyrirspurntil forsætisráðherra um brottflutning íslenskra ríkisborgara.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.


     1.      Hverjar telur ráðherra vera helstu skýringar á stórauknum brottflutningi íslenskra ríkisborgara frá landinu í tíð ríkisstjórnar hans?
     2.      Telur ráðherra ástæðu til að ætla að aðgerðaleysi í húsnæðismálum og skortur á leiguhúsnæði á viðráðanlegum kjörum eigi þátt í þessari þróun?
     3.      Liggur fyrir greining á aldri og menntunarstigi þeirra sem flytja brott og samanburður á upplýsingum um þetta við landsmeðaltal?
     4.      Áformar ríkisstjórnin að grípa til aðgerða til að sporna við brottflutningi íslenskra ríkisborgara frá landinu og, ef svo er, til hvaða ráðstafana verður gripið?