Ferill 178. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 498  —  178. mál.




Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Árna Páli Árnasyni
um framhaldsskóla, aldur o.fl.


     1.      Hve mikið fækkaði nemendaígildum í framhaldsskólum frá skólaárinu 2013–14 til skólaársins 2014–15 og svo til nýbyrjaðs skólaárs samkvæmt áætlun í fjárlagafrumvarpi og hver er ástæða fækkunarinnar? Hversu stór hluti er vegna þess að ekki er lengur greitt með nemendum sem eru 25 ára og eldri?
    
Umbeðnar upplýsingar má sjá í eftirfarandi töflu:

Fækkun ársnemenda í framhaldsskólum 2013–2015.

Fjárlaganúmer Skóli Ársnem. haust13 Ársnem.
vor14
Samtals
skólaár
Ársnem.
haust14
Ársnem.
vor15
Samtals
skólaár
Áætl. árs-
nem. haust15
301 MR 894 876 885 900 877 888 869
302 MA 773 772 772 751 767 759 727
303 ML 174 169 172 141 143 142 154
304 MH 1210 1162 1186 1197 1132 1165 1175
305 MS 711 683 697 702 704 703 695
306 263 227 245 251 230 240 257
307 ME 320 268 294 369 359 364 359
308 MK 1154 1073 1114 1131 1094 1112 1029
309 KVSK 702 676 689 698 649 674 707
350 FB 1120 1033 1076 1096 1004 1050 980
351 1072 1048 1060 1038 942 990 910
352 FLB 819 767 793 784 697 740 796
353 FS 966 834 900 877 784 831 898
354 FVA 533 454 493 486 434 460 498
355 FÍV 243 210 226 230 192 211 213
356 FNV 350 306 328 365 331 348 369
357 FSu 939 823 881 861 770 816 864
358 VA 197 177 187 186 161 173 193
359 VMA 1123 1023 1073 1138 1027 1082 1044
360 FG 821 774 797 858 764 811 770
361 FAS 123 100 112 97 90 93 121
362 FSH 97 93 95 94 77 86 87
363 FL 113 130 122 134 117 126 111
365 BHS 1131 1069 1100 1069 1029 1049 1010
367 FSN 208 189 198 188 162 175 207
368 MB 161 135 148 129 112 121 144
370 FMOS 186 152 169 262 247 254 284
372 MTR 145 138 142 153 147 150 181
504 TS 2036 1702 1869 1865 1715 1790 2138
516 IH 459 403 431 437 381 409 0
581 1473 1397 1435 1485 1384 1434 1320
20517 18863 19690 19970 18521 19246 19112
Breyting milli skólaára 2,3%
Nemendum fækkar um: 444

    Misskilnings gætir í fyrirspurninni á aðgengi nemenda í framhaldsskólann. Skólum er ætlað að innrita samkvæmt reglugerð um innritun 1150/2008 og er þar lýst þeirri forgangsröð sem gildir um inntöku nemenda og bætt var við með breytingum 2012.
    Eftirfarandi forgangsröðun umsókna skal lögð til grundvallar við innritun tilgreindra nemendahópa:
     a.      nemendur sem flytjast milli anna eða skólaára í núverandi skóla, að meðtöldum nemendum yngri en 18 ára með ófullnægjandi námsárangur sem hafa haldið skólareglur að öðru leyti,
     b.      nemendur á starfsbrautum fatlaðra,
     c.      nýnemar sem útskrifast úr grunnskóla á næstliðnu vori fyrir upphaf skólaárs,
     d.      umsækjendur yngri en 18 ára sem eru að sækja um í fyrsta sinn,
     e.      umsækjendur yngri en 18 ára sem eru að sækja um eftir hlé á námi,
     f.      umsækjendur yngri en 18 ára sem flytjast milli framhaldsskóla,
     g.      aðrir umsækjendur yngri en 25 ára sem uppfylla skilyrði,
     h.      aðrir umsækjendur um dagskóla, og
     i.      umsækjendur um fjarnám eða kvöldskóla.
    Framhaldsskólarnir bera samkvæmt reglugerðinni ábyrgð á innritun og er þeim skylt að beita þeirri forgangröðun sem hér kemur fram og tryggja að nemendafjöldi sé í samræmi við tölur í fjárlögum.
    Þá skal minnt á að tekið er við nemendum á öllum aldri á starfsnámsbrautir framhaldsskólanna.
    Í skjalinu sem vísað er til hér að framan kemur fram að ársnemendum fækkar um 444 eða 2,3% milli skólaáranna 2013–14 og 2014–15. Hluti skýringarinnar er að yngri nemendum fækkar á milli skólaáranna þannig að nýnemar úr grunnskólum og aðrir nemendur á fræðsluskyldualdri í hópi nýinnritaðra eru færri á síðara skólaárinu og nemur sú fækkun 334 nemendum. Fyrra skóláarið eru nýinnritaðir undir 18 ára aldri 5169 en 4835 á því síðara. Hér kemur því fleira til en nemendur 25 ára og eldri.

     2.      Hve mikið er áætlað að nemendum fækki í framhaldsskólum á yfirstandandi skólaári vegna þess að ekki er lengur greitt með nemendum 25 ára og eldri í bóknámi? Hver er áætlaður sparnaður ríkisins vegna þessarar aðgerðar?
    Ljóst er að nemendur 25 ára og eldri eru færri í framhaldsskólunum nú en á sama tíma og í fyrra. Samkvæmt nýlegri athugun eru fjöldi skráðra 25 ára og eldri á bóknámsbrautir nú 718 en var fyrir ári 1165. Alls eru nú við nám 3642 á þessum aldri en voru 4384 á sama tíma í fyrra. Í fyrra var hlutfall aldurshópsins 17,4% af heildarfjölda nemenda en er nú 15,4%. Ef miðað er við fjölda nemenda í fullu námi, þ.e. ársnemendur, má áætla að þeir séu nú alls 1814 (þar af 305 í bóknámi) en voru í fyrra 2200 (þar af 522 í bóknámi). Áætlaðir ársnemendur 25 ára og eldri teljast nú 9,5% af áætluðum heildarfjölda ársnemenda á haustönn en var í fyrra 10,8%.
    Ekki er hér tekin afstaða til þess hvaða skýringar eru á þessari fækkun en rétt er að geta þess að í samantekt frá Menntamálastofnun um innritun í framhaldsskólana nú á haustönn kemur fram að 1134 nemendur í fyrrgreindum aldurshópi sóttu um nám í framhaldsskóla og fengu 1026 skólavist. Af þeim 108 sem var hafnað voru eingöngu 23 umsækjendur um bóknámsbrautir.
    Hvað varðar sparnað ríkisins sem spurt er um þá myndast svigrúm með fækkun eldri nemenda og verður það nýtt til að styrkja rekstrargrunn framhaldsskólanna sem hafa búið við vanfjármögnun um skeið. Þannig er fyrirsjáanlegt að þessi aðgerð ásamt öðrum mun leiða til þess að framlag á hvern nemenda verður hærra og launastika reiknilíkansins, sem hefur legið töluvert (um 20%) undir raunverulegum launakostnaði, mun á næsta ári verða um 4–5% undir.

     3.      Hve margir nemendur 25 ára og eldri er áætlað að færist frá framhaldsskólastiginu yfir í Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Bifröst og Keili á ári? Hve margir 25 ára og eldri má áætla að hætti við framhaldsnám þegar framhaldsskólar í heimabyggð fá ekki lengur greitt fyrir að bjóða upp á það?
    Hér skal aftur minnt á að misskilnings gætir í seinni spurningunni en samkvæmt þeim tölum sem ráðuneytið hefur tiltækar er ekki hægt að svara þessu með vissu. Miðað við samantekt um innritun frá Menntamálastofnun eru eingöngu 23 nemendur sem hugsanlega gætu þurft að leita annarra úrræða en framhaldsskólarnir bjóða.

     4.      Hvernig verður skipt þeim 105 millj. kr. sem samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2016 er gert ráð fyrir að verði varið til fullorðinsfræðslu til að mæta þörf nemenda yfir 25 ára aldri fyrir nám í samræmi við yfirlýsingu aðila vinnumarkaðarins frá 28. maí 2015?
    Meiri hluti 105 millj. kr. framlagsins á lið 02-451 Framhaldsfræðsla rynni til eflingar á grunnstarfsemi ellefu símenntunarmiðstöðva sem öðlast hafa viðurkenningu á grundvelli laga um framhaldsfræðslu, nr. 27/2010, og sem fá framlög á fjárlögum, sbr. yfirlit í töflu á bls. 42 í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2016. Við skiptingu fjárins yrði m.a. horft til hlutfalls af veltu hverrar stöðvar vegna framhaldsfræðslu. Einnig yrði höfð til hliðsjónar áætluð fjárþörf vegna þeirra nemenda, 25 ára og eldri, sem ekki fá inngöngu á bóknámsbrautir framhaldsskóla vegna ákvæða í innritunarreglum um forgangsröðun umsækjenda og byggjast á upplýsingum um innritun í framhaldsskólana fyrir árið 2016 og eftirspurn þessa hóps eftir námsframboði hjá símenntunarmiðstöðvunum.

     5.      Hver eru áætluð útgjöld ríkisins af framlögum til frumgreinanáms við Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Bifröst og Keili á yfirstandandi skólaári, sundurliðað eftir stofnunum? Hver er hækkun þeirra útgjalda frá skólaárunum 2013–14 og 2014–15? Hverjar eru horfurnar fyrir skólaárið 2016–17?
    Umbeðnar upplýsingar má sjá í eftirfarandi töflum:

Framlög til frumgreinanáms skólaárið 2015–2016 (millj. kr.).

Ár/skóli Háskólinn
í Reykjavík
Háskólinn
á Bifröst
Keilir Samtals
2015–2016 120,2 50,1 119,9 290,1
Þróun framlaga vegna frumgreinanáms frá skólaárunum 2013–2014 og 2014–2015 (millj. kr.).
Ár/skóli Háskólinn
í Reykjavík
Háskólinn
á Bifröst
Keilir Samtals
2013–2014 -0,7 6,1 2,0 7,4
2014–2015 21,0 -5,4 2,0 17,6

Áætlun um þróun framlaga vegna frumgreinanáms
til skólaársins 2016–2017 (millj. kr.).

Ár/skóli
Háskólinn
í Reykjavík
Háskólinn
á Bifröst
Keilir Samtals
2016–2017 -5,6 6,0 6,7 7,1

     6.      Hversu háum fjárhæðum er varið til lánveitinga úr LÍN til nemenda í frumgreinanámi við Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Bifröst og Keili á yfirstandandi skólaári og tveimur síðustu, sundurliðað eftir skólagjaldalánum annars vegar og framfærslulánum hins vegar? Hver er spá ráðuneytisins um framtíðarþróun þessara útgjalda að óbreyttum útlánareglum?
    Miklar sveiflur hafa verið í fjölda umsækjenda um námslán vegna frumgreinanáms á undanförnum árum. Umsækjendum fjölgaði verulega á milli áranna 2010–2011 og 2011– 2012 eða um 33%. Veruleg fækkun verður síðan í kjölfarið og fækkar umsækjendum á milli 2011–2012 og 2014–2015 um 39%. Miðað við þá þróun sem átt hefur sér stað og stöðu umsókna í dag þá má gera ráð fyrir 233 lánþegum í frumgreinanámi á þessu skólaári og um 300 millj. kr. í lán vegna þess.
    Sjá einnig eftirfarandi töflur:

Yfirlit yfir lán í frumgreinanám á árunum 2010–2015.

Ár 2014–2015
Skólagjaldalán Önnur lán* Veitt lán alls
Skóli Fjöldi (ISK) Meðal sk.gj.lán (ISK) (ISK) Fjöldi lánþ. Meðallán án skólagj. Meðal- heildarlán
Háskólinn
á Bifröst
0 0 48.563.492 48.563.492 34 1.428.338 1.428.338
Háskólinn
í Reykjavík
94 6.745.000 71.755 100.279.165 107.024.165 111 903.416 964.182
Keilir 143 36.254.497 253.528 153.359.293 189.613.790 155 989.415 1.223.315
Keilir Akureyri 13 4.290.000 330.000 16.880.692 21.170.692 13 1.298.515 1.628.515
Samtals: 250 47.289.497 189.158 319.082.642 366.372.139 313 1.019.433 5.244.349
*Önnur lán: Hér er aðallega átt við framfærslu- og bókalán.
Ár 2013–2014
Skólagjaldalán Önnur lán * Veitt lán alls
Skóli Fjöldi (ISK) Meðal sk.gj.lán (ISK) (ISK) Fjöldi lánþ. Meðallán án skólagj. Meðalheildarlán
Háskólinn
á Bifröst
0 0 116.420.763 116.420.763 75 1.552.277 1.552.277
Háskólinn
í Reykjavík
103 8.273.000 80.320 118.467.439 126.740.439 129 918.352 982.484
Keilir 208 54.511.142 262.073 226.591.782 281.102.924 225 1.007.075 1.249.346
Keilir Akureyri 19 6.869.500 361.553 28.848.734 35.718.234 19 1.518.354 1.879.907
Samtals: 330 69.653.642 211.072 490.328.718 559.982.360 448 1.094.484 1.249.961
*Önnur lán: Hér er aðallega átt við framfærslu- og bókalán.
Ár 2012–2013
Skólagjaldalán Önnur lán * Veitt lán alls
Skóli Fjöldi (ISK) Meðal sk.gj.lán (ISK) (ISK) Fjöldi lánþ. Meðallán án skólagj. Meðalheildarlán
Háskólinn
á Bifröst
29 10.101.990 348.344 44.670.717 54.772.707 29 1.540.370 1.888.714
Háskólinn
í Reykjavík
133 9.521.000 71.586 150.451.938 159.972.938 163 923.018 981.429
Keilir 254 77.274.650 304.231 250.377.306 327.651.956 265 944.820 1.236.422
Keilir Akureyri 19 5.820.000 306.316 20.456.300 26.276.300 21 974.110 1.251.252
Samtals: 435 102.717.640 236.133 465.956.261 568.673.901 478 974.804 1.189.694
*Önnur lán: Hér er aðallega átt við framfærslu- og bókalán.
Ár 2011–2012
Skólagjaldalán Önnur lán * Veitt lán alls
Skóli Fjöldi (ISK) Meðal sk.gj.lán (ISK) (ISK) Fjöldi lánþ. Meðallán án skólagj. Meðalheildarlán
Háskólinn
á Bifröst
73 30.422.500 416.747 130.015.157 160.437.657 75 1.733.535 2.139.169
Háskólinn
í Reykjavík
124 8.435.000 68.024 114.839.355 123.274.355 146 786.571 844.345
Keilir 257 81.262.642 316.197 290.707.918 371.970.560 279 1.041.964 1.333.228
Keilir Akureyri 14 5.655.000 403.929 22.352.189 28.007.189 15 1.490.146 1.867.146
Samtals: 468 125.775.142 268.750 557.914.619 683.689.761 515 1.083.329 1.327.553
*Önnur lán: Hér er aðallega átt við framfærslu- og bókalán.
Ár 2010–2011
Skólagjaldalán Önnur lán * Veitt lán alls
Skóli Fjöldi (ISK) Meðal sk.gj.lán (ISK) (ISK) Fjöldi lánþ. Meðallán án skólagj. Meðalheildarlán
Háskólinn
á Bifröst
37 13.826.667 373.694 42.220.816 56.047.483 37 1.141.103 1.514.797
Háskólinn
í Reykjavík
79 5.433.000 68.772 74.751.726 80.184.726 95 786.860 844.050
Keilir 225 66.921.182 297.427 212.150.711 279.071.893 237 895.151 1.177.519
Keilir Akureyri 16 6.675.000 417.188 22.504.099 29.179.099 17 1.323.771 1.716.418
Samtals: 357 92.855.849 260.100 351.627.352 444.483.201 386 910.952 1.151.511
*Önnur lán: Hér er aðallega átt við framfærslu- og bókalán.

     7.      Hvaða fagleg greining lá að baki þeirri ákvörðun ráðuneytisins að greiða ekki lengur með nemendum 25 ára og eldri í bóknámi í framhaldsskólum? Hvaða kostnaðar- og ábatagreining lá að baki þeirri ákvörðun?
    Enn er minnt á að misskilnings gætir í fyrirspurninni en ákvörðun ráðuneytisins snýst um að skerpa á forgangsatriðum í innritun og um leið á hlutverki framhaldsskólanna og var greiningin miðuð út frá því. Í því kerfi sem ríkt hefur um alllangt skeið er gert ráð fyrir fjögurra ára námi til stúdentsprófs og tveggja til fjögurra ára námi til annarra lokaprófa. Þrátt fyrir það hefur fjöldi nemenda verið jafn mikill og um sex ára námsbrautir væri að ræða. Því er eðlilegt að leita leiða til meiri skilvirkni í kerfinu og um leið geta borið okkur saman við þá námsframvindu sem telst eðlileg í nágrannalöndum okkar. Sá ábati sem hugsanlega myndast við fækkun eldri nemenda yrði nýttur til að hækka framlag á hvern nemanda á þeim aldri sem telja má framhaldsskólaaldur.

     8.      Telur ráðuneytið frumgreinanám fullnægjandi grunn fyrir allt háskólanám?
    Í 19. grein laga um háskóla, nr. 63/2006, segir: „Háskólum er heimilt, að fengnu samþykki ráðuneytisins að bjóða upp á aðfaranám fyrir einstaklinga sem ekki uppfylla inntökuskilyrði í háskóla.“ Því frelsi fylgir ábyrgð þeirra á að vel sé staðið að þess konar námi. Ráðuneytinu hafa ekki borist kvartanir vegna undirbúnings þessara nemenda og telur að sá valkostur sem hér býðst henti vel tilteknum hópi nemenda. Eftir sem áður er það eitt af helstu hlutverkum framhaldsskólanna að búa nemendur undir háskólanám.