Ferill 394. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 540  —  394. mál.
Fyrirspurntil heilbrigðisráðherra um hjúkrunarrými.

Frá Silju Dögg Gunnarsdóttur.


     1.      Hversu mörg hjúkrunarrými eru nú á Íslandi?
     2.      Hve mörg eru tvímenningsrými, hvar eru þau á landinu og hversu mörg á hverjum stað fyrir sig, sundurliðað eftir sveitarfélögum?
     3.      Hver yrði kostnaðurinn við að breyta þessum tvímenningsrýmum í einmenningsrými?
     4.      Liggur fyrir áætlun um útrýmingu tvímenningsrýma á hjúkrunarheimilum? Ef svo er, hver er tímaramminn fyrir þá áætlun?


Skriflegt svar óskast.