Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 607  —  1. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2016.

Frá Össuri Skarphéðinssyni.


Skv. frv.
m.kr.
Breyting
m.kr.
Tillaga
m.kr.
Breytingar á sundurliðun 2:
Við 08-493 Sjálfsbjörg, hjúkrunar- og
    endurhæfingarstofnun
a. 1.20 Frumbjörg
0,0 2,0 2,0
c. Greitt úr ríkissjóði
598,7 2,0 600,7

Greinargerð.

    Gerð er tillaga um 2 millj. kr. framlag til Frumbjargar, frumkvöðlaseturs innan Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, sem miðar að því að ýta undir nýjungar í þjónustu við fatlað fólk og auðvelda því þróun viðskiptahugmynda sem gætu skapað því störf.