Ferill 429. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Prentað upp.

Þingskjal 636  —  429. mál.
Ráðherra.




Fyrirspurn



til umhverfis- og auðlindaráðherra um kostnað við að flytja
hafnargarðinn við Austurhöfn.

Frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur.


    Hver er áætlaður kostnaður ríkisins af samkomulagi Minjastofnunar Íslands við lóðarhafa á Austurhafnarreitnum við Tollhúsið um að færa hafnargarðinn frá 1928, stein fyrir stein, geyma hann á meðan steypt er fyrir plötu á bílakjallara og færa á upprunalegan stað á nýjan leik?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.

    Umhverfis- og auðlindaráðherra samþykkti sem settur forsætisráðherra tillögu Minjastofnunar um að friðlýsa í heild sinni hafnargarð sem þverar lóðina Austurbakka 2 í Reykjavík.