Ferill 379. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 712  —  379. mál.




Svar


innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Katrínu Jakobsdóttur um
sundurliðaðan kostnað við sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstörf.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvernig sundurliðast greiðslur til þeirra sem tilgreindir eru í svari á þingskjali 486? Óskað er eftir að fram komi upphæð sem greidd var hverjum aðila, upphæð virðisaukaskatts og tilefni greiðslu.

    Tilfallinn kostnaður vegna kaupa eða milligöngu ráðuneytisins um kaup á sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstörfum frá ársbyrjun 2014 nam 58.090.315 kr., sbr. meðfylgjandi yfirlit yfir þjónustuaðila og verkefni sem unnin voru.
    Innheimtur virðisaukaskattur var í flestum tilvikum endurgreiddur, sbr. ákvæði í III. kafla reglugerðar nr. 248/1990 um virðisaukaskatt af skattskyldri starfsemi opinberra aðila. Þar segir að endurgreiða skuli sveitarfélögum og ríkisstofnunum virðisaukaskatt sem þau greiða við kaup á tilteknum aðföngum, þar á meðal sérfræðiþjónustu. Reglurnar miða að því að virðisaukaskattur hafi ekki áhrif á val þeirra, sem stunda starfsemi er fellur utan skattskyldusviðs virðisaukaskatts, um það hvort þeir kaupa að þjónustu eða inna hana sjálfir af hendi. Ákvæðum laga og reglugerða í þessum efnum er þannig ætlað að tryggja að reglur um virðisaukaskatt leiði ekki til röskunar á samkeppni á markaði.

Argus ehf. 2.394.300
Fjölmiðlaráðgjöf 2.394.300
Ása Björk Stefánsdóttir 190.000
Ráðgjöf vegna menntunar lögreglu 190.000
Ásrún Rudolfsdóttir 580.000
Vinna vegna réttaröryggisáætlunar 580.000
Capacent ehf. 153.850
Ráðgjöf vegna breytinga á sýslumannsembættum 153.850
EE sjálfskiptingar og ráðgjöf ehf. 351.000
Ráðgjöf vegna neytendamála 351.000
Efla hf. 392.933
Verkfræðiþjónusta, sýnatökur í ráðuneytinu 392.933
Expectus ehf. 800.000
Vinnustofa við innleiðingu á stefnu 800.000
Framkvæmdasýsla ríkisins 33.000
Móttökumiðstöð 33.000
G&T ehf. 440.505
Ráðgjafavinna við breytingu á lögum um vatnsveitu sveitarfélaga 440.505
GI rannsóknir ehf. 208.125
Gallupvagn, neytendamál 208.125
Guðný Kristín Finnsdóttir 432.000
Yfirfærsla verkefna frá ráðuneytum til sýslumanna 432.000
Gunnar Páll Baldvinsson 405.000
Lögfræðiaðstoð við stofnun millidómstigs 405.000
Gunnlaugur Geirsson 42.000
Vinnsla við lagafrumvarp, evrópska handtökuskipunin 42.000
Hafsteinn Þór Hauksson 212.540
Ritun á minnisblaði vegna álits umboðmanns Alþingis 212.540
Hagvangur ehf. 1.080.780
Fyrirlestur um orkustjórnun 60.000
Starfsmannaráðgjöf vegna forstjóra Samgöngustofu 1.020.780
Háskóli Íslands 3.267.000
Greiðsla vegna skýrslu um staðsetningu flugvallar 3.000.000
Þrjár spurningar í panelvagn í júní 2015 267.000
Hrefna Friðriksdóttir 318.750
Lögfræðiaðstoð vegna nýrra ættleiðingarlaga 318.750
IBT á Íslandi ehf. 110.000
Áhrifaríkar kynningar, starfsmannamál 110.000
Intellecta ehf 3.428.840
Ráðgjöf vegna vinnu við löggæsluáætlun 2.000.000
Sérfræðiþjónusta vegna ráðninga í embætti sýslumanna og lögreglustjóra 1.428.840
Íris Björg Kristjánsdóttir 6.839.948
Ráðgjafaþjónusta vegna endurskoðunar á lögum um útlendinga 6.839.948
Íslensk framleiðsla ehf. 371.000
Fjölmiðlaráðgjöf 371.000
Jóhann Guðnason 29.403
Þýðing yfir á þýsku vegna endurupptökunefndar 29.403
JP Lögmenn ehf. 620.000
Réttarstaða Reykjavíkurflugvallar 620.000
JSG ráðgjöf ehf. 40.500
Ráðgjöf fyrir skrifstofu yfirstjórnar 40.500
Juris slf. 3.329.376
ESS-reglur um eignarrétt fasteigna 504.000
Lögfræðiþjónusta vegna net- og upplýsingaöryggis 809.250
Lögfræðikostnaður, úttekt vegna öryggisatriða 232.751
Lögfræðiþjónusta vegna fasteignakaupa útlendinga 998.500
Ráðgjöf vegna sameingar stofnana 560.625
Úttekt öryggisatriða 224.250
KPMG ehf. 1.673.020
Áfangareikningur vegna reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga 1.029.940
Sérfræðiþjónusta 643.080
Kristján Andri Stefánsson 840.000
Ráðgjöf vegna máls fyrir mannréttindadómstóli Evrópu 840.000
Landslög slf. 1.201.485
Minnisblað vegna úrskurðar Persónuverndar 110.800
Ráðgjöf vegna póstmála 1.090.685
LEX ehf. 1.070.450
Ráðgjöf vegna umfjöllunar DV 1.070.450
Lögmenn Höfðabakka ehf. 834.750
Greinargerð til ESA 834.750
Mannvit hf. 17.555.030
Athugun á flugvallarkostum á höfuðborgarsvæðinu 17.555.030
Mið ehf. 3.207.180
Endurskoðun á skipulagi innanríkisráðuneytis 3.207.180
Rakel Þráinsdóttir 200.000
Vinna við skýrslu um jafna búsetu barna 200.000
Sextán-níundu ehf. 75.000
Félagshagfræðileg greining á innanlandsflugi 75.000
Sigurður Tómas Magnússon 1.449.000
Vinna við réttaröryggisáætlun 1.449.000
Sigurður Þórðarson 1.815.000
Úttekt á framkvæmd á fjárhagslegum samskiptum ríkis og kirkju 1.815.000
Thales slf. 1.680.000
Ráðgjöf vegna máls fyrir mannréttindadómstóli Evrópu 1.680.000
VSI öryggishönnun og ráðgjöf ehf. 418.550
Rýmingaráætlun / Jakob Kristjánsson 418.550
Samtals 58.090.315