Ferill 477. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 760  —  477. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um verðmat á hlut Landsbankans í Borgun.

Frá Kristjáni L. Möller.


     1.      Var áður en sala á Borgun fór fram gert verðmat á vegum Landsbankans, Borgunar eða skyldra aðila á fyrirtækinu og/eða eignarhlut Landsbankans í því? Ef svo var, hvert var það verðmat?
     2.      Hafi verðmat ekki verið gert, hvert má þá ætla að andvirði hlutarins í Borgun hafi verið á söludegi á grundvelli sömu aðferða og bankinn ráðleggur, og beitir, við sölumeðferð fyrirtækja fyrir viðskiptavini sína?
     3.      Hvers vegna var ekki gerður fyrirvari í sölusamningi um auknar greiðslur til bankans við frekari verðmætaaukningu?