Ferill 540. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 857  —  540. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðar- og viðskiptaráðherra um starfsemi Stjórnstöðvar ferðamála.

Frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur.


     1.      Hversu oft hefur stjórn Stjórnstöðvar ferðamála fundað frá stofnun?
     2.      Eru fundargerðir frá stjórnarfundum Stjórnstöðvar ferðamála aðgengilegar og þá hvar?
     3.      Hefur stjórn Stjórnstöðvar ferðamála fundað með hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu, fulltrúum stjórnsýslunnar eða sveitarfélaganna eða öðrum sem tengjast ferðaþjónustunni?
     4.      Hvað líður gerð verkefnaáætlunar Stjórnstöðvar ferðamála fyrir árin 2016–2017 sem lýst hefur verið yfir að verði gerð og er hún einhvers staðar aðgengileg ásamt aðgerðaáætlun til að hrinda markmiðum hennar í framkvæmd?
     5.      Hver eru helstu viðmið um sjálfbærni sem lýst hefur verið yfir að verði eitt meginmarkmiða stefnumótunar fyrir íslenska ferðaþjónustu og hvernig eru þau útfærð í áætlunum Stjórnstöðvar ferðamála?


Skriflegt svar óskast.