Ferill 600. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 978  —  600. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um einkarekstur heilsugæslustöðva.

Frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur.


     1.      Hverjar eru ástæður fyrir ákvörðun ráðherra um að bjóða út rekstur þriggja nýrra heilsugæslustöðva til einkaaðila, fremur en að styrkja opinberan rekstur heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu?
     2.      Hvernig hyggst ráðherra tryggja samstarf og samvinnu milli einkarekinna stöðva og stöðva sem eru í opinberum rekstri og hafa haft margvíslegt samstarf um heilsugæsluþjónustu sín á milli? Hvernig hyggst ráðherra tryggja að einkareknar stöðvar verði ekki aðgreindar „þjónustueyjar“ í heilbrigðiskerfinu sem geri heilsugæsluna brotakenndari og sundurlausari en henni er ætlað að vera?
     3.      Er fyrirhuguðum einkareknum heilsugæslustöðvum ætlað að gegna sömu skyldum og heilsugæslustöðvum sem eru í opinberum rekstri, þ.m.t. að sinna heimahjúkrun, kennslu og þjálfun nema, vísindarannsóknum, læknisþjónustu á hjúkrunarheimilum og sérverkefnum, svo sem sérhæfðum meðferðarteymum og félagsráðgjöf, sem heilsugæslunni eru falin á hverjum tíma?
     4.      Hvernig hyggst ráðherra tryggja að rekstrarhagnaður einkarekinna stöðva skili sér inn í rekstur þeirra?
     5.      Hvernig verður eftirliti með þjónustu einkarekinna heilsugæslustöðva háttað? Verða gæði hennar metin á heildstæðan hátt? Verður lagt mat á heildaráhrif einkarekinna heilsugæslustöðva á þjónustukerfi heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu?


Skriflegt svar óskast.