Ferill 472. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1003 —  472. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Kristjáni L. Möller
um sölu á eignarhlut Landsbankans hf. í Borgun hf. og Valitor hf.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvar og hvenær voru eignarhlutir Landsbankans í Borgun hf. og Valitor hf. auglýstir til sölu?
     2.      Hvernig tryggði bankaráðið að hæsta verð fengist við sölu eignarhlutanna og hvaða reglur setti bankaráðið í því sambandi?
     3.      Fjallaði sérstök starfsnefnd um fyrirhugaða sölu eignarhluta? Ef ekki, hver eru rökin fyrir þeirri ákvörðun?
     4.      Fór sala eignarhlutanna fram í samræmi við góða stjórnarhætti, þ.e. í þágu heildarhagsmuna bankans sjálfs, hluthafa, viðskiptavina og samfélagsins alls? Var söluferlið samkvæmt grein 2.2 í starfsreglum bankaráðs?
     5.      Hvaða álit gaf innri endurskoðandi bankans á sölu eignarhlutanna, í samræmi við hlutverk sitt, og hvaða umsögn gaf regluvörður bankans um söluna?
     6.      Var Landsbankinn með mann í stjórn Borgunar hf.?
     7.      Hvaða reglur settu bankastjóri og framkvæmdastjórn bankans til að tryggja hæsta verðmæti hins selda? Telur ráðherra að sölufyrirkomulagið hafi tryggt hæsta framtíðarverðmæti fyrir eigendur bankans?
     8.      Telur ráðherra að við verðmat og sölu fyrrgreindra fyrirtækja hafi bankinn beitt sömu aðferðum um gæði og verðmat og hann leggur til grundvallar við sölu fyrirtækja sem hann tekur til sölumeðferðar fyrir viðskiptavini sína? Hverjir unnu þau verðmöt sem gerð voru?
     9.      Hvers vegna sá bankaráðið ekki til þess að beitt væri þeim meginsjónarmiðum sem fram koma í 3. gr. laga um framkvæmd útboða, þó svo að lögin gildi ekki fyrir útboð á fjármagns- og verðbréfamarkaði?
     10.      Hvað var sala hlutanna rædd á mörgum bankaráðsfundum Landsbankans og var einhugur innan bankaráðs um sölu hlutanna? Hvaða tilboð bárust í eignarhlutana og frá hverjum?
     11.      Hverjir eru kaupendur hlutanna og hvernig skiptist eignarhald hins selda milli kaupenda?
     12.      Var söluverðið staðgreitt eða var tekið lán? Ef um lán var að ræða, hvaða kjör voru á því?
    Óskað er eftir að aflað verði upplýsinga frá Bankasýslu ríkisins ef þörf krefur.

    Bankastjórnir, stjórnir og stjórnendur fjármálafyrirtækja í eigu ríkisins bera ábyrgð á rekstri félaganna samkvæmt lögum um hlutafélög og samkvæmt eigendastefnu ríkisins um fjármálafyrirtæki.
    Samkvæmt b-lið 1. mgr. 4. gr. laga nr. 88/2009, um Bankasýslu ríkisins, annast Bankasýslan samskipti ríkisins við fjármálafyrirtæki sem ríkið á eignarhluti í og tengjast eigandahlutverki þess. Samskiptin fara fram í gegnum bankaráð og stjórnir fjármálafyrirtækja. Eigandastefna ríkisins um fjármálafyrirtæki byggist á þessari sömu meginreglu. Að sama skapi er ekki gert ráð fyrir því að ráðherra hafi bein afskipti af verkefnum stofnunarinnar nema í sérstökum undantekningartilvikum geti ráðherra beint sérstökum tilmælum til stjórnar hennar, sbr. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 88/2009.
    Í kjölfar þess máls sem hér er spurt um og varðar sölu Landsbankans á eignarhlutum í tilteknum félögum ákvað ráðherra 11. febrúar sl. að nýta sér framangreindan rétt þar sem farið var fram á að Bankasýsla ríkisins hefði forgöngu um að hvaðeina er máli skiptir varðandi sölu Landsbankans á Borgun yrði upplýst og að málið væri afgreitt með þeim hætti að traust til bankans og stjórnenda hans væri tryggt.
    Bankasýsla ríkisins hefur nú sent fjármála- og efnahagsráðherra niðurstöðu sína, sjá fskj. I. Stofnunin hefur einnig sent Landsbankanum ítarlega umfjöllun með mati á söluferlinu. Bréf stofnunarinnar til bankans er að finna á vef stofnunarinnar, sjá fskj. II, og í því er fjallað um öll þau álitaefni sem fyrirspyrjandi óskaði eftir upplýsingum um.
Fylgiskjal I.



Bréf Bankasýslu ríkisins til fjármála- og efnahagsráðherra,
14. mars 2016.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal II.



Bréf Bankasýslu ríkisins til Landsbankans hf.,
11. mars 2016.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.