Ferill 693. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1222  —  693. mál.




Svar


forsætis­ráð­herra við fyrirspurn frá Brynhildi Pétursdóttur um fundahöld.


     1.      Hversu margir hefðbundnir fundir voru haldnir í ráðu­neytinu árin 2014 og 2015 með starfsmönnum undir­stofnana þess sem eru á landsbyggðinni?
    Höfuðstöðvar eða aðalskrifstofur stofnana sem heyra undir ráðu­neytið eru í öllum tilvikum í Reykjavík. Ekki er því um að ræða að haldnir hafi verið hefðbundnir fundir eða fjarfundir með undir­stofnunum sem eru á landsbyggðinni.

     2.      Hversu margir fjarfundir voru haldnir í ráðu­neytinu umrædd ár með starfsmönnum stofnana þess sem eru úti á landi?
    Sjá svar við lið 1.

     3.      Hver var kostn­aður stofnana ráðu­neytisins vegna ferða starfsmanna þess til og frá Reykjavík vegna funda í ráðuneytinu árin 2014 og 2015?
    Sjá svar við lið 1.

     4.      Hefur starfsfólk ráðu­neytisins fengið þjálfun í notkun á fjarfundabúnaði, bæði hvað varðar tæknilegu hliðina og fundarstjórn?
    Í ráðu­neytinu er til búnaður sem notaður er til fjarfunda. Starfsmönnum er veitt aðstoð ef á þarf að halda við notkun hans.

     5.      Telur ráð­herra að unnt sé að auka skilvirkni og afköst í starfsemi ríkisins með notkun fjarfundabúnaðar og ef svo er, hvernig? Hefur ráðu­neytið mótað og kynnt stefnu í þessu sambandi?
    Kostir fjarfunda umfram hefðbundna fundi eru fyrst og fremst þeir að til slíkra funda er unnt að boða með litlum fyrirvara óháð staðsetningu fundarmanna. Þegar aðstæður eru slíkar að ekki er unnt að boða hefðbundinn fund með stuttum fyrirvara en aðstæður krefjast þess engu að síður að fundur sé haldinn getur notkun fjarfundabúnaðar vissulega aukið skilvirkni og afköst, auk þess sem ferðakostn­aður sparast. Ráðuneytið hefur ekki mótað sérstaka stefnu í þessu sambandi.