Ferill 745. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1224  —  745. mál.
Fyrirspurn


til innanríkis­ráð­herra um erlend ökutæki.

Frá Haraldi Einarssyni.


     1.      Hvaða lög og reglur gilda um erlend ökutæki sem notuð eru hérlendis?
     2.      Eru reglur mismunandi eftir teg­undum ökutækja?
     3.      Eru gerðar sérstakar kröfur til erlendra ökutækja við komu til landsins?
     4.      Eru tímamörk fyrir notkun ökutækja með erlend skráningarnúmer?
     5.      Hvaða reglur gilda um notkun slíkra ökutækja í atvinnustarfsemi?


Skriflegt svar óskast.