Ferill 767. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1295  —  767. mál.
Fyrirspurn


til innanríkisráðherra um rekstur Herjólfs.

Frá Ásmundi Friðrikssyni.


     1.      Hver voru árleg framlög ríkissjóðs árin 2013–2015 til reksturs ferjunnar Herjólfs?
     2.      Hver var árleg rekstrarafkoma (hagnaður/tap) Herjólfs á sama tímabili?
     3.      Hvernig hefur gjaldskrá fargjalda og farmflutninga breyst á árunum 2013–2015?
     4.      Hefur lækkun olíuverðs skilað sér í bættri afkomu í rekstri Herjólfs?
     5.      Hefur afkoma útgerðar Herjólfs batnað á umræddu tímabili? Ef svo er, er óskað upplýsinga um hvernig ráðherra hafi tryggt þeim sem nýta sér þjónustu Herjólfs lægri fargjöld og farmgjöld.


Skriflegt svar óskast.