Ferill 768. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1297  —  768. mál.




Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um loftferðasamning við Japan.

Frá Össuri Skarphéðinssyni.


     1.      Hvaða áform hefur ráðherra um gerð loftferðasamnings milli Íslands og Japans?
     2.      Hvaða vinna fer nú fram við að koma á samningi milli ríkjanna? Hvenær voru síðustu formlegu fundir embættismanna ríkjanna um málið haldnir og hvaða ráðuneyti tóku þátt í þeim? Hvað telur ráðherra einkum hindra að samningar takist?
     3.      Telur ráðherra að 60 ára afmæli stjórnmálasambands Íslands og Japans á þessu ári skapi tækifæri til að leggja til við japönsk stjórnvöld að þeirra tímamóta verði minnst með sameiginlegri yfirlýsingu um að gerð loftferðasamnings milli ríkjanna verði lokið á þessu ári eða við fyrsta tækifæri?
     4.      Telur ráðherra koma til greina að senda sérstaka sendinefnd embættismanna og þingmanna til að reifa málið við japanska embættis- og stjórnmálamenn?