Ferill 397. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1364  —  397. mál.

2. umræða.


Nefndarálit


um breytingu á lögum um landlækni og lýðheilsu, nr. 41/2007, með síðari breytingum (lýðheilsusjóður).

Frá minni hluta velferðarnefndar.


    Minni hluti velferðarnefndar tekur undir umsagnir fagráða landlæknis um lýðheilsu og áhyggjur þeirra af því að dregið sé úr faglegu mati á umsóknum með því að breyta skipan stjórnarinnar og fækka stjórnarmönnum úr sjö í þrjá. Það sjónarmið kom fram á fundum nefndarinnar að núverandi fyrirkomulag hefði gefist vel og hefði byggst á faglegum grunni. Um fjölbreyttan hóp væri að ræða sem umsagnaraðilar teldu nauðsynlegan til þess að meta þær fjölbreyttu umsóknir sem berast sjóðnum. Með breyttu fyrirkomulagi munu ákvarðanir um styrki byggjast á þrengri grunni og síður taka tillit til þess sem er efst á baugi í hverjum málaflokki. Þá telur minni hlutinn óeðlilegt að ráðherra hafi forræði yfir úthlutun styrkja úr sjóðnum í stað faglegrar stjórnar.

Alþingi, 25. maí 2016.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,
form., frsm.
Páll Valur Björnsson. Steinunn Þóra Árnadóttir.