Ferill 792. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1526  —  792. mál.
Svar


forsætisráðherra við fyrirspurn frá Brynhildi Pétursdóttur
um fylgd forseta Íslands til og frá Keflavíkurflugvelli
og greiðslur til handhafa forsetavalds.


     1.      Tíðkast enn sú venja að handhafar forsetavalds fylgi forseta Íslands til og frá Keflavíkurflugvelli vegna ferða hans til og frá landinu?
    Að ósk forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, hefur verið ákveðið að leggja af þá venju að einn af handhöfum forsetavalds fylgi forseta til og frá Keflavíkurflugvelli þegar hann fer utan í embættiserindum.

     2.      Ef svo er, hversu oft var honum fylgt árlega árin 2012–2015?
    Árið 2012 var forseta fylgt í 13 skipti, árið 2013 í 14 skipti, árið 2014 í sex skipti og árið 2015 í 12 skipti.

     3.      Hverjar hafa árlegar greiðslur verið til handhafa forsetavalds á árunum 2010–2015 vegna ferða forsetans til útlanda?
    Handhafar forsetavalds hafa ekki fengið greitt sérstaklega fyrir fylgdina.