Ferill 840. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1576  —  840. mál.
Fyrirspurn


til iðnaðar- og viðskiptaráðherra um þriggja fasa rafmagn í dreifbýli.

Frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur.


     1.      Hversu mörg sveitarfélög eru án þriggja fasa rafmagns?
     2.      Hversu mörg sveitarfélög eru að mestu leyti án þriggja fasa rafmagns?
     3.      Hversu mörg lögbýli og staðir sem ekki teljast til lögbýla en þar sem rekin er atvinnustarfsemi, t.d. ferðaþjónusta, eru án þriggja fasa rafmagns? Svarið óskast sundurliðað eftir sveitarfélögum.
     4.      Hver er áætlaður kostnaður við að leggja þriggja fasa rafmagn þar sem það vantar?
     5.      Er verkefnið Ísland ljósleiðaratengt 2020 samtengt áætlun um að leggja þriggja fasa rafmagn, t.d. með því að leggja strengina saman í jörðu?
     6.      Hversu langt eru áætlanir um þriggja fasa jarðstreng komnar? Hafa orðið einhverjar tafir á verkefninu?
     7.      Mun verkefni um strengvæðingu ljúka árið 2035 eins og áætlað var og verður öllum notendum þá tryggður aðgangur að þriggja fasa rafmagni?
     8.      Hefur einhvers staðar verið lagður eins fasa rafmagnsstrengur síðustu þrjú árin og af hverju var það gert í stað þess að leggja þriggja fasa streng?


Skriflegt svar óskast.