Ferill 680. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1594  —  680. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, búnaðarlögum og tollalögum (búvörusamningar, búnaðarlagasamningur).

Frá 1. minni hluta atvinnuveganefndar (KLM).


     1.      3. gr. orðist svo:
                 1. málsl. 4. mgr. 7. gr. laganna orðast svo: Samtök afurðastöðva fyrir búvörur tilnefna einn fulltrúa í nefndina og minni vinnslufyrirtæki mjólkur tilnefna einn fulltrúa.
     2.      8. gr. orðist svo:
                 Í stað 3. mgr. 13. gr. laganna koma fimm nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                 Afurðastöð skal selja öðrum vinnsluaðilum mjólk og aðrar mjólkurafurðir til framleiðslu á mjólkurvörum á verði sem er í samræmi við 1. mgr. og gildir með sama hætti gagnvart framleiðsluhluta afurðastöðvar og öðrum vinnsluaðilum. Sama jafnræði skal gilda um önnur viðskiptakjör og skilmála.
                 Söluskylda afurðastöðvar nemur allt að 20% af mjólk og mjólkurafurðum sem hún tekur við. Viðmið þetta skal endurskoða eigi síðar en árið 2019.
                 Aðrir vinnsluaðilar skv. 3. mgr. teljast vera þeir aðilar sem eru ekki í eigna- eða stjórnunartengslum við afurðastöð.
                 Sú deild afurðastöðvar sem annast sölu á mjólk og mjólkurafurðum skal vera fjárhagslega og stjórnunarlega aðskilin frá annarri starfsemi hennar.
                 Eftirlit með framkvæmd þessarar greinar skal vera hluti þess eftirlits sem Samkeppniseftirlitið hefur með markaðsráðandi afurðastöðvum á grundvelli samkeppnislaga. Brot gegn þessari grein varða sömu viðurlögum og brot gegn 11. gr. samkeppnislaga.
     3.      Í stað „31. desember 2026“ í 1. efnismgr. 18. gr., a-lið 21. gr., 1. efnismgr. 28. gr. og 1. efnismgr. 33. gr. komi: 31. desember 2019.
     4.      Í stað ártalsins „2026“ í 23., 31. og 37. gr. komi: 2019.
     5.      Á eftir a-lið 39. gr. komi nýr stafliður, svohljóðandi: 3. málsl. 3. mgr. orðast svo: Berist umsóknir um meiri innflutning en sem nemur tollkvóta vörunnar skal láta hlutkesti ráða úthlutun en hver umsækjandi ásamt tengdum aðilum skulu þó hljóta að hámarki 15% af heildarmagni tollkvótans.
     6.      41. gr. orðist svo:
                 71. gr. laganna fellur brott.
     7.      Á eftir 62. gr. komi nýr kafli, IV. kafli, Breyting á lögum um velferð dýra, nr. 55/2013, með síðari breytingum, með einni nýrri grein, svohljóðandi:
                 Á eftir 44. gr. laganna kemur ný grein, 44. gr. a, svohljóðandi:
                 Nú hefur umráðamaður ítrekað gerst brotlegur við ákvæði laga þessara og skal þá fella niður opinberar greiðslur í landbúnaði til hans.