Ferill 769. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1653  —  769. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Brynhildi Pétursdóttur um ávísun getnaðarvarnarlyfja.


     1.      Sér ráðherra eitthvað því til fyrirstöðu að ljósmæður öðlist rétt til að ávísa getnaðar­varnarlyfjum eins og landlæknir hefur kallað eftir frá árinu 2008?
     2.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að ljósmæðrum verði veittur þessi réttur? Ef svo er, hvenær má gera ráð fyrir að breytingin taki gildi? Ef svo er ekki, hvaða vankanta sér ráðherra á því að ljósmæður ávísi getnaðarvarnarlyfjum?

    Ráðherra vísar til þess er fram kom í framsöguræðu hans 12. maí sl. en þar vakti ráðherra athygli á erindum frá embætti landlæknis og Ljósmæðrafélagi Íslands sem bárust honum varðandi ávísunarrétt ljósmæðra. Beindi ráðherra því til velferðarnefndar að skoða þetta sér­staklega og kalla til sín í kjölfarið fulltrúa frá embætti landlæknis og Ljósmæðrafélaginu. Ráðherra tekur undir þau sjónarmið landlæknis að mikilvægt sé að létta á störfum og álagi lækna, og raunar annars heilbrigðisstarfsfólks, sé þess kostur, sér í lagi með aukinni teymis­vinnu til hagsbóta fyrir sjúklinga.

     3.      Hyggst ráðherra endurflytja 652. mál frá 140. löggjafarþingi, þ.e. frumvarp þar sem lögð var til ávísanaheimild af þessu tagi?
    Ráðherra hyggst ekki endurflytja framangreint mál.