Ferill 665. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1746  —  665. mál.

3. umræða.


Nefndarálit með breytingartillögu


um frumvarp til laga um opinber innkaup.

Frá fjárlaganefnd.


    Nefndin tók málið til umfjöllunar að nýju eftir að því var vísað til hennar eftir 2. umræðu 29. september.
    Athugasemdir bárust vegna 88. gr. frumvarpsins sem fjallar um undirverktaka. Í lokamáls­grein hennar er ákvæði um að kaupanda skal vera heimilt að greiða vangoldnar launagreiðsl­ur til undirverktaka á kostnað aðalverktaka standi hann ekki í skilum með launatengdar greiðslur.
    Nefndin leggur til að málsgreinin verði felld brott. Nefndin hefur skilning á því að ætlunin er að nálgast svokallaða keðjuábyrgð með ákvæðinu en telur að endurbæta þurfi greinina og útfæra betur áður en hún er tekinn inn í lagatexta.
    Þá gerir nefndin tillögu um tvær aðrar breytingar, annars vegar leiðréttingu á millivísun og hins vegar lagfæringu á framsetningu a-liðar 1. mgr. 66. gr.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:


     1.      Í stað „7. mgr. 59. gr.“ í 2., 3. og 4. mgr. 60. gr. komi: 6. mgr. 59. gr.
     2.      Á eftir orðinu „útboðsgögnum“ í a-lið 1. mgr. 66. gr. komi: og er ekki ógilt.
     3.      Lokamálsgrein 88. gr. falli brott.

    Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir og Oddný G. Harðardóttir skrifa undir nefndarálit þetta með fyrirvara um viðmiðunarfjárhæðir vegna innkaupa sveitarfélaga.
    Valgerður Gunnarsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 5. október 2016.

Vigdís Hauksdóttir,
form.
Guðlaugur Þór Þórðarson,
frsm.
Oddný G. Harðardóttir,
með fyrirvara.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir,
með fyrirvara.
Brynhildur Pétursdóttir,
með fyrirvara.
Ásmundur Friðriksson.
Páll Jóhann Pálsson. Ásmundur Einar Daðason.