Ferill 6. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
3. uppprentun.

Þingskjal 41  —  6. mál.
Leiðréttur texti.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins,
nr. 1/1997, með síðari breytingum (breyting á A-deild sjóðsins).

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.


    Ákvæði til bráðabirgða orðist svo:
    Ráðherra skal skipa starfshóp með fulltrúum fjármála- og efnahagsráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, heildarsamtaka á almennum og opinberum vinnumarkaði og Samtaka atvinnulífsins sem greini með heildstæðum hætti þörf á því að lífeyristökualdur tiltekinna starfshópa verði lægri en almennt tíðkast. Starfshópurinn skal skila niðurstöðum sínum fyrir árslok 2017.