Ferill 63. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 120  —  63. mál.




Frumvarp til laga


um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997 (upplýsingaskylda endurskoðenda).

Flm.: Vilhjálmur Bjarnason.


1. gr.

    Við 42. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Kjörnum endurskoðanda lífeyrissjóðs er skylt að svara fyrirspurn sjóðfélaga á ársfundi um allt sem kann að varða reikningsskil og fjárhagsleg málefni sjóðsins þegar slíkt má verða án tjóns fyrir sjóðinn og sjóðfélaga.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.

    Frumvarp þetta var lagt fram á 145. löggjafarþingi (181. mál) en var ekki afgreitt.
    Með því að lífeyrisréttindi eru mjög oft stór hluti af fjáreignum einstaklinga, þótt skilyrt séu, er eðlilegt að sjóðfélagar geti fylgst með eignum sínum og réttindum. Beint eftirlit sjóðfélaga getur aldrei orðið en með því að endurskoðandi er trúnaðarmaður sjóðfélaga þykir rétt og eðlilegt að sjóðfélagar geti lagt fram spurningar til endurskoðanda um starfsemi lífeyrissjóðsins.
    Með frumvarpinu er lagt til að kjörnum endurskoðendum lífeyrissjóða verði skylt að svara fyrirspurnum sjóðfélaga á ársfundum um reikningsskil og fjárhagsleg málefni sjóðanna.