Ferill 124. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 183  —  124. mál.
Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um rannsókn á fangaflugi bandarískra yfirvalda um Ísland.

Frá Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur.


     1.      Fór fram ný rannsókn á því hvort Ísland hafi verið notað sem millilendingastaður fyrir fangaflug bandarískra yfirvalda á árunum 2001–2007 í kjölfar útkomu skýrslu Bandaríkjaþings um yfirheyrsluaðferðir bandarísku leyniþjónustunnar yfir grunuðum hryðjuverkamönnum, sbr. svör þáverandi forsætisráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi 12. desember 2014?
     2.      Var farið fram á aðgang að óritskoðaðri skýrslu Bandaríkjaþings um yfirheyrsluaðferðir bandarísku leyniþjónustunnar yfir grunuðum hryðjuverkamönnum, sbr. fréttatilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins frá 12. desember 2014?
     3.      Hvaða upplýsingar fengust við fyrirspurnum ráðuneytisins og hvar má nálgast þær?
     4.      Fór fram nánari rannsókn á millilendingum mögulegra fangaflugvéla bandarískra yfirvalda í kjölfar fyrirspurna ráðuneytisins og ef svo var, hverjar voru niðurstöður hennar um aðkomu íslenskra yfirvalda og embættismanna að millilendingum fangaflugvéla á íslensku yfirráðasvæði?