Ferill 260. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 358  —  260. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um langveik börn.

Frá Elsu Láru Arnardóttur.


     1.      Hversu langan tíma tekur það Tryggingastofnun ríkisins að vinna úr umsóknum um umönnunargreiðslur til foreldra langveikra barna?
     2.      Hvað hefur áhrif á ákvörðun um hvort umönnunargreiðslur séu greiddar til langveikra barna eða ekki?
     3.      Hvernig koma Sjúkratryggingar Íslands til móts við ferðakostnað foreldra langveikra barna vegna læknisvitjana fjarri heimabyggð?
     4.      Er nægt framboð á lyfjum fyrir börn sem glíma við langvinna sjúkdóma? Hvernig er niðurgreiðslu þeirra háttað?
     5.      Eru á heilbrigðisstofnunum úti á landi tengiliðir við barnadeildir Landspítala sem þjónusta foreldra langveikra barna?


Skriflegt svar óskast.