Ferill 314. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 432  —  314. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um selastofna við Ísland.

Frá Svandísi Svavarsdóttur.


     1.      Hyggst ráðherra stuðla að því að gerðar verði ráðstafanir til að bregðast við því að selum við Ísland hefur fækkað mjög að undanförnu, sbr. niðurstöður nýlegrar selatalningar, og í hverju mundu þær ráðstafanir felast?
     2.      Telur ráðherra rétt að endurmeta stjórnunarmarkmið fyrir selastofna við Ísland í ljósi þeirrar miklu fækkunar sem hefur orðið á sel?
     3.      Mun ráðherra gera ráðstafanir til að leitað verði skýringa á mikilli fækkun sela hér við land á undanförnum árum?


Skriflegt svar óskast.