Ferill 317. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 633  —  317. mál.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Gunnari I. Guðmundssyni um úthaldsdaga Hafrannsóknastofnunar.


     1.      Hversu margir hafa árlegir úthaldsdagar Hafrannsóknastofnunar verið frá árinu 2013, sundurliðað eftir árum og skipum, og hversu marga af þeim hefur Hafrannsóknastofnun verið við rannsóknarstörf?

Úthald rannsóknaskipa 2013–2016 .

Árni Friðriksson RE 200 Bjarni Sæmundsson RE 30
2013 176 145 321
2014 120 72 192
2015 208 115 323
2016 204 175 379

    Allir úthaldsdagar eru til rannsóknastarfa eða undirbúnings rannsókna (t.d. kvarðanir á mælitækjum).

     2.      Hversu oft hafa rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar tekið eldsneyti, þ.m.t. á Íslandi, sundurliðað eftir dagsetningu, löndum og magni?

Olíukaup vegna Árna Friðrikssonar RE 200 Olíukaup vegna Bjarna Sæmundssonar RE 30
Dagsetning Magn/lítrar Land Dagsetning Magn/lítrar Land
07.05.13 200.000 Færeyjar 25.02.13 39.770 Ísland
11.06.13 120.000 Ísland 11.03.13 35.612 Ísland
22.07.13 255.014 Færeyjar 04.06.13 30.005 Ísland
09.09.13 60.000 Ísland 14.06.13 95.000 Færeyjar
08.10.13 283.731 Ísland 26.06.13 34.993 Ísland
23.07.13 40.049 Ísland
24.09.13 61.058 Ísland
17.01.14 200.000 Ísland 14.10.13 50.462 Ísland
07.05.14 297.650 Færeyjar 06.11.13 50.374 Ísland
21.07.14 202.000 Færeyjar 29.11.13 30.212 Ísland
15.09.14 90.000 Ísland
05.10.14 50.000 Ísland 04.02.14 34.685 Ísland
25.02.14 42.800 Ísland
10.03.14 38.401 Ísland
05.01.15 252.758 Ísland 12.05.14 30.280 Ísland
27.04.15 40.000 Ísland 20.11.14 49.932 Ísland
08.05.15 316.000 Færeyjar
06.07.15 265.546 Ísland 03.02.15 80.000 Ísland
25.08.15 294.000 Ísland 26.02.15 40.000 Ísland
07.10.15 205.000 Ísland 13.05.15 60.219 Ísland
31.11.15 202.080 Ísland 04.06.15 47.190 Ísland
02.07.15 50.779 Ísland
27.07.15 60.000 Ísland
01.02.16 108.000 Ísland 12.08.15 40.000 Ísland
24.02.16 180.000 Ísland 18.12.15 40.000 Ísland
03.06.16 200.600 Ísland
01.07.16 175.000 Ísland 28.01.16 74.927 Ísland
11.08.16 269.700 Ísland 15.02.16 40.553 Ísland
08.09.16 150.000 Ísland 01.03.16 40.206 Ísland
08.10.16 194.380 Ísland 22.03.16 68.155 Ísland
25.04.16 20.118 Ísland
Samtals: 4.611.459 17.05.16 39.958 Ísland
02.06.16 40.100 Ísland
þar af Ísland 3.340.795 16.06.16 25.000 Ísland
þar af Færeyjar 1.270.664 11.07.16 30.014 Ísland
30.08.16 55.000 Ísland
26.09.16 40.055 Ísland
Samtals: 1.555.907
þar af Ísland 1.460.907
þar af Færeyjar 95.000

     3.      Hversu marga daga hefur Hafrannsóknastofnun ekki sinnt rannsóknarstörfum vegna eldsneytistöku annars staðar en á Íslandi?
    Eins og sjá má að framan telst það til undantekninga að keypt sé olía í Færeyjum. Í þeim tilfellum hefur rannsóknaskip verið í leiðangri fyrir austan land og sigling til Færeyja því stutt. Tafir frá rannsóknastörfum hafa verið 1–2 dagar vegna olíutöku í Færeyjum. Eldsneytisverð í Færeyjum var á þessum árum svipað og á Íslandi, nema hvað ekki er greiddur virðisaukaskattur af olíukaupum í Færeyjum. Þegar eldsneytisverð er hátt eins og árið 2013 nemur virðisaukaskatturinn verulegum fjárhæðum.