Ferill 484. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 676  —  484. mál.




Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um talningar á ferðamönnum.

Frá Orra Páli Jóhannssyni.


     1.      Hvaða aðilar sinna talningum á ferðamönnum og hvernig er háttað framsetningu þeirra upplýsinga sem talningarnar gefa?
     2.      Hversu háum fjárhæðum hefur verið varið í talningar á ferðamönnum á undanförnum fimm árum og hver hefur hlutur hins opinbera verið í heildarupphæðinni?
     3.      Á hversu mörgum stöðum er talið allt árið eða hluta úr ári? Liggur fyrir mat á því hvort bæta þurfi við stöðum?
     4.      Hvernig eru upplýsingarnar notaðar við mótun aðgerða varðandi skipulag þjónustu við ferðamenn á landsvísu og uppbyggingu innviða og þjónustu á hverjum áfangastað?
     5.      Metur ráðherra það sem svo að talningarnar geti verið grundvöllur ítölu ferðamanna á ákveðnum ferðamannastöðum og ef svo er, eru einhver áform um aðgangsstýringu á grundvelli ítölu?


Skriflegt svar óskast.