Ferill 544. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 1038  —  544. mál.
Frumvarp til laga


um breytingu á lögum um útlendinga, nr. 80/2016, með síðari breytingum (skiptinemar).

(Eftir 2. umræðu, 31. maí.)


1. gr.

    3. mgr. 65. gr. laganna orðast svo:
    Heimilt er að veita erlendum skiptinemum dvalarleyfi samkvæmt ákvæði þessu að uppfylltum skilyrðum 2. mgr. komi þeir til landsins á vegum viðurkenndra skiptinemasamtaka og má þá víkja frá aldursskilyrðum 1. mgr. og skilyrði um að nám sé á háskólastigi.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.