Ferill 116. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 1040  —  116. mál.
Frumvarp til laga


um breytingu á lögum um fyrirtækjaskrá, nr. 17/2003, með síðari breytingum (aukinn aðgangur að fyrirtækjaskrá).

(Eftir 2. umræðu, 31. maí.)


1. gr.

    Við 2. mgr. 8. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Engin gjaldtaka skal þó vera fyrir rafræna uppflettingu í skránni og skulu allar upplýsingar birtast í rafrænni uppflettingu.

2. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2018.