Ferill 28. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


147. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 28  —  28. mál.
Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um brottfall úr framhaldsskólum.

Frá Ástu Guðrúnu Helgadóttur.


    Hvert hefur verið brottfall nemenda úr framhaldsskólum frá 2007 samkvæmt skilgreiningu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) á brottfalli úr framhaldsskólum? Svar óskast sundurliðað eftir ári og skóla og eftir því hvort nemendur hófu nám til stúdentsprófs til þriggja eða fjögurra ára.


Skriflegt svar óskast.