Ferill 34. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


147. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 34  —  34. mál.
Fyrirspurn


til félags- og jafnréttismálaráðherra um dagvistunarúrræði og vinnumarkað.

Frá Evu Pandoru Baldursdóttur.


     1.      Hversu margir foreldra eru ekki á vinnumarkaði, tímabundið eða varanlega, vegna skorts á dagvistunarúrræðum?
     2.      Hafa verið mæld hagræn áhrif af skorti á dagvistunarúrræðum barna undir 24 mánaða aldri í tapi af vinnuframlagi foreldra sem geta ekki snúið aftur á vinnumarkað eftir barneignir og hversu miklum skatt- og útsvarstekjum ríki og sveitarfélög verða af vegna þessa? Ef ekki, hyggst ráðherra mæla hagræn og samfélagsleg áhrif tilneyddrar fjarveru foreldra vegna skorts á dagvistunarúrræðum?
     3.      Hefur ráðherra undir höndum upplýsingar um áhrif skorts á dagvistunarúrræðum á jafnrétti kynjanna í ljósi þess að mæður eru oftast sá aðili sem er heima með ung börn áður en dagvistunarpláss fæst?
     4.      Telur ráðherra þörf á úrbótum í þessum málaflokki og ef svo er, hvernig hyggst hann bregðast við?


Skriflegt svar óskast.