Ferill 50. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


147. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 50  —  50. mál.
    Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um kostnað Vegagerðarinnar við fjárfrekar nýframkvæmdir og viðhald.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hver hefur árlegur kostnaður Vegagerðarinnar við nýframkvæmdir og meiri háttar viðhalds- og endurbyggingarverkefni í tengslum við brýr, jarðgöng, mislæg gatnamót og tvöföldun akvega verið frá árinu 2000? Svarið óskast uppreiknað til núvirðis og sundurliðað eftir framkvæmdaárum.
     2.      Hver var kostnaðaráætlun og hver endanlegur framkvæmdakostnaður fimm stærstu framangreindra verkefna hvers árs á núvirði?


Skriflegt svar óskast.