Ferill 53. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


147. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 53  —  53. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um mansalsmál.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvað telur ráðherra að skýri það, að í árlegri skýrslu bandarískra stjórnvalda um mansalsmál, Trafficking in persons report, sem birtist í júní 2017, fellur Ísland niður í annan flokk með tilliti til aðgerða gegn mansali og sker sig frá öðrum löndum Vestur-Evrópu hvað þetta snertir? Lítur ráðherra svo á að gefin sé rétt mynd af ástandi mansalsmála hér á landi í skýrslunni? Telur ráðherra að farið sé rangt með staðreyndir í skýrslunni og þá hverjar?
     2.      Hversu mörg mansalsmál voru rannsökuð af lögreglu 2013–2016? Svarið óskast sundurliðað eftir árum.
     3.      Hversu margir starfsmenn lögreglunnar sinna mansalsmálum og hversu mörg eru stöðugildin?


Skriflegt svar óskast.