Ferill 55. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


147. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 55  —  55. mál.




Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um ferjusiglingar.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hversu oft og hve lengi hverju sinni hefur önnur ferja en Herjólfur verið notuð til siglinga milli lands og Eyja frá ársbyrjun 2010?
     2.      Hvaða ástæður voru fyrir því hverju sinni að notað var annað skip en Herjólfur, hvaða skip voru notuð og í hvaða tilvikum voru fengin skip frá útlöndum?
     3.      Hversu lengi á fyrrgreindu tímabili hefur verið notuð ferja til siglinga milli lands og Eyja sem hafði ekki haffærisskírteini til að sigla til Þorlákshafnar?
     4.      Hvernig og hversu oft hefur flokkun hafsvæðisins á milli lands og Eyja verið breytt frá 2010 með tilliti til krafna um haffæri farþegaskipa á siglingaleiðinni?
     5.      Hvernig var leyst úr föstum verkefnum innlendra skipa meðan þau voru notuð til afleysinga fyrir Herjólf?
     6.      Hvernig sér ráðherra fyrir sér að staðið verði að afleysingu fyrir nýja Vestmannaeyjaferju þegar hún fer í slipp?


Skriflegt svar óskast.